Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 10. september 2021 09:58
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pogba með ráðleggingar - Tveir miðjumenn orðaðir við Liverpool
Powerade
Carlos Soler
Carlos Soler
Mynd: Getty Images
Youri Tielemans
Youri Tielemans
Mynd: Getty Images
Aurelien Tchouameni
Aurelien Tchouameni
Mynd: EPA
Hér að neðan má sjá það helsta sem slúðrað er um. Föstudagsslúðrið er í boði Powerade og tekið saman af BBC.



Bayern Munchen hefur áhuga á Timo Werner (25) sem hefur ekki byrjað leik með Chelsea í byrjun tímabils. (Express)

Chelsea ætlar að reyna aftur við Jules Kounde (22) miðvörð Sevilla í janúar ef Sevilla er tilbúið að lækka verðmiðann. (ESPN)

Chelsea, PSG og Liverpool hafa áhuga á Franck Kessie (24) miðjumanni AC Milan. (Calciomercato)

Arsenal er með augastað á Youssef En-Nesyri (24) framherja Sevilla sem mögulegan arftaka Pierre-Emerick Aubameyang (32). (La Colina de Nervion)

Kingsley Coman (25) mun væntanlega neita nýju samningstilboði frá Bayern. Coman dreymir um að fara í ensku úrvalsdeildina. (Le10Sport)

Real Madrid, Barcelona og Manchester United fylgjast grannt með Youri Tielemans (24) miðjumanni Leicester. Leicester er að reyna framlengja samninginn við miðjumanninn. (AS)

Leicester hafði samband við Sassuolo varðandi vængmanninn Domenico Berardi (27) um möguleg kaup í janúar. (Leicester Mercury)

Barcelona bauð 68 milljónir punda í Neymar (29) áður en raunveruleg staða fjárhagsstaða Barcelona kom í ljós. í kjölfarið fór svo Lionel Messi til Neymar hjá PSG. (Star)

Liverpool mun einbeita sér að því að krækja Carlos Soler (24). Liverpool lítur á hann sem arftaka Gini Wijnaldum (30) sem fór til PSG í sumar. (Fichajes)

Paul Pogba er á þeirri skoðun að Manchester United eigi að kaupa Aurelien Tchoumeni (21) miðjumann Mónakó. (Express)

Mikel Arteta er ánægður að Ainsley Maitland-Niles (22) er áfram hjá Arsenal. Arteta hefur greint frá því að hann hefur rætt einslega við miðjumanninn eftri að Ainsley bað um að fá að fara í glugganum. (Mirror)

Arteta hefur gefið í skyn að Jack Wilshere (29) gæti æft með Arsenal á meðan hann finnur sér nýtt félag. Wilshere er fyrrum leikmaður Arsenal. (Mirror)

Everton reyndi að selja James Rodriguez (30) til Istanbul Basaksehir en James neitaði að yfirgefa Goodison Park. (AS)

Joan Laporta, forseti Barcelona, hefur staðfest að félagið ætli að funda með umboðsmanni Ousmane Dembele (24). Ræða á um nýjan samning við Frakkann. (Fabrizio Romano)

AC Milan hefur áhuga á Marco Asensio (25) hjá Real Madrid. Milan mun skoða að fá Asensio næsta sumar. (TDFichajes)
Athugasemdir
banner
banner
banner