Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 06:00
Kári Snorrason
Myndaveisla: Selfoss vann toppslaginn gegn ÍH
Kvenaboltinn
Mynd: Hrefna Morthens
Selfoss vann 2-0 sigur í gær þegar liðið sótti ÍH heim í næstsíðustu umferð 2. deildar kvenna.

Selfyssingar, sem höfðu þegar tryggt sér toppsætið, náðu forskoti strax í upphafi. Eva Lind Elíasdóttir skoraði á 9. mínútu og Björgey Njála Andreudóttir bætti við marki tíu mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 2-0 sigri Selfyssinga.

Selfoss hefur enn ekki mátt þola tap í 2. deildinni þegar einn leikur er eftir. Liðið hefur unnið 15 leiki og gert eitt jafntefli.

Hér er myndaveisla úr ÍH - Selfoss.
Athugasemdir
banner