Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 13:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sænsku fjölmiðlarnir bálreiðir
Svíþjóð fagnar marki.
Svíþjóð fagnar marki.
Mynd: EPA
Það er óhætt að segja að sænskir fjölmiðlar hafi verið lítt hrifnir af leik sænska landsliðsins gegn Kosóvó í undankeppni HM í gærkvöldi. Leikurinn í gær endaði með 2-0 sigri Kosóvó.

Sænska landsliðið hefur ekki gert merkilega hluti upp á síðkastið og frammistaðan gegn Kosóvó var í raun skammarleg.

Expressen, Sportbladet og FotbollDirekt lýsa allir úrslitunum sem „stóru fíaskói".

Hjá Expressen fá allir leikmennirnir líka falleinkunn og aðrir fjölmiðlarnir eru ekki með mikið hærri einkunnir.

„Eftir kvöldið í Pristina þá eigum við ekki lengur að tala um HM. Við eigum að tala um grunnatriðin, hvernig við eigum að spila fótbolta. Að tapa fótboltaleik er eitt en að tapa reisn þinni er annað," skrifar Simon Bank hjá Sportbladet en Jon Dahl Tomasson, landsliðsþjálfari Svíþjóðar, er undir mikilli pressu eftir þetta tap í gær.
Athugasemdir