Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
Arnar Gunnlaugs: Plís ekki vera eyðileggja það með lélegri frammistöðu á morgun
Icelandair
' Ef við náum ekki að vinna hann, þá vil ég að við höfum gefið frábæran leik svo við lærum eitthvað af honum'
' Ef við náum ekki að vinna hann, þá vil ég að við höfum gefið frábæran leik svo við lærum eitthvað af honum'
Mynd: Helgi Þór Gunnarsson
' Þessi gluggi hefur verið frábær til þessa, þannig plís ekki vera eyðileggja það með einhverri lélegri frammistöðu á morgun'
' Þessi gluggi hefur verið frábær til þessa, þannig plís ekki vera eyðileggja það með einhverri lélegri frammistöðu á morgun'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Það er akkúrat þá sem þeir eru hættulegastir'
'Það er akkúrat þá sem þeir eru hættulegastir'
Mynd: EPA
Kalla eftir því að menn haldi súperfókus allan leikinn.
Kalla eftir því að menn haldi súperfókus allan leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland vann öruggan 5-0 sigur á Asebaísjan í undankeppni HM á föstudag. Annað kvöld tekur við öðruvísi verkefni þegar Ísland sækir Frakka heim á Prinsavelli í París.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari landsliðsins, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag.

Eitt af þremur bestu landsliðum heims
Getur Ísland barist við Frakka?

„Ég held að leikurinn við Frakka verði allt öðruvísi, á móti Aserbaísjan þá vorum við með yfirburði á öllum sviðum. Ég held að leikmyndin á morgun verði önnur. Að mínu mati er Frakkland eitt af þremur bestu liðum heims ásamt Spáni og Argentínu. Ég held að við munum spila blandaðan leik, verðum augljóslega meira í lágvörn en við vorum gegn Aserbaísjan. Ég vil að við sýnum mikið hjarta og sýnum að við getum líka verið með boltann. Ég veit að það verður mjög erfitt en ég vænti þess að við höfum trú á okkar gæðum," segir Arnar.

Komnir til að vinna leikinn
Arnar var spurður út í orðið „bónusleikur" sem hefur verið notað í kringum leikinn og hvernig nálgunin á þetta krefjandi verkefni sé.

„Nálgunin í þessum glugga var að vinna Asebaísjan og gefa Frökkum mjög góðan leik. Það er sama mantra og ég var með sem þjálfari Víkinga. Draumurinn var alltaf að mæta á hvaða völl sem er, heima og úti, og gefa öllum góðan leik. Þannig verður það á morgun."

„Ég geri mér grein fyrir því að þetta verður erfiður leikur og við ætlum ekki að vera barnalegir, en við erum komnir hérna til að vinna leikinn, ekki spurning um það. Ef við náum ekki að vinna hann, þá vil ég að við höfum gefið frábæran leik svo við lærum eitthvað af honum. Mér finnst alveg tilgangslaust að spila leikinn, láta hann líða framhjá sér, vera rosalega ánægðir með að tapa einhvern veginn - og læra ekkert af leiknum."

„Við erum í hverjum glugga að reyna stíga skrefið fram á við, teljum okkur hafa gert það. Þessi gluggi hefur verið frábær til þessa, þannig plís ekki vera eyðileggja það með einhverri lélegri frammistöðu á morgun."


Þarf súperfókus
Það verður fullur Prinsavöllur annað kvöld, um 50 þúsund manns sem munu styðja Frakka. Hvernig verður að stýra spennustiginu?

„Það eru nokkrir af þessum strákum vanir að spila á stóra sviðinu, (samt) ekki alltof margir, Þetta er einn af þessum leikjum sem fer í reynslubankann. Ég þekki það sem leikmaður að þú getur oft verið einmana inni á vellinum, það er mikið í gangi og allt í einu á móti frábærum leikmönnum geturu verið undir í augnablikinu. Þú þarft að finna hvernig strúktúrinn virkar, leita svara í strúktúrnum og helst að gera það innan 50 sekúndubrota, ekki láta líða 10 mínútur því þá ertu búinn að fá á þig 20 mörk."

„Þú verður að halda þér í augnablikinu, blokka út hávaðann, blokka út hversu frábærir leikmenn Frakkar eru og einbeita þér að leikplaninu og þínum leik - vera vel einbeittur. Það er oft vandamál í íslenskum fótbolta, til þess að komast á næsta stig sem leikmaður þarftu að hafa súperfókus og það hefur oft verið okkur til trafala í Evrópuleikjum og landsleikjum. Við þurfum að læra mjög fljótt í leiknum á morgun og ég ætlast til þess að fókusinn verði 100%,"
segir Arnar.

Mun reyna meira á andlega en líkamlega
Er eitthvað sérstakt sem íslenska liðið vill taka frá því franska í leiknum á morgun?

„Þeir eru með heimsklassa leikmenn, sérstaklega fram á við, og við megum ekki gefa þeim pláss. Við þurfum líka að passa okkur þegar þeir virka áhugalausir, það er akkúrat þá sem þeir eru hættulegastir. Það þarf að vera með fullan fókus í augnablikunum sem fylgja því fyrsta. Þetta er ótrúlega hæfileikaríkt lið, hefur farið langt undanfarin ár, með mikinn sigurvilja, við þurfum að virða það. Sem dæmi: Ef það er 0-0 eftir 20 mínútur megum við ekki vera það ánægðir með okkur sjálfa að við gleymum okkur, þá gæti leikurinn verið búinn tíu mínútum seinna. Ég held svei mér þá að þessi leikur muni reyna meira andlega á okkur en líkamlega því þú þarft að vera með alla taktík á hreinu bæði með og án bolta," segir landsliðsþjálfarinn.
Athugasemdir
banner