Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 12:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ange Postecoglou tekur við Nottingham Forest (Staðfest)
Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou.
Mynd: EPA
Nottingham Forest hefur tilkynnt það að Ange Postecoglou sé tekinn sem nýr stjóri liðsins.

Hann tekur við starfinu af Nuno Espirito Santo sem var látinn fara seint í gærkvöldi. Nuno náði mögnuðum árangri með Forest en lenti upp á kant við Evangelos Marinakis, eiganda félagsins, og Edu Gaspar, sem er nýr yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Postecoglou var efsti maður á blaði hjá Forest og hefur núna verið ráðinn. Hann á rætur að rekja til Grikklands en Marinakis, eigandi Forest, er auðvitað frá Grikklandi.

Postecoglou var látinn taka poka sinn hjá Tottenham í vor eftir að hafa gert Tottenham að Evrópudeildarmeisturum og um leið tryggt Meistaradeildarsæti á þessari leiktíð. Þar áður stýrði hann Celtic í Skotlandi.

Marinakis fagnar ráðningunni á Postecoglou og segir að hann sé frábær einstaklingur til að leiða vegferðina áfram.
Athugasemdir
banner