
Frakkar búast við sigri gegn Íslandi í kvöld, nokkuð eðlilega þar sem Frakkar eru eitt allra besta landslið heims. Liðið situr í 3. sæti heimslista FIFA og Ísland er 74. sæti.
Fótbolti.net ræddi við blaðamann Le Parisien, Benjamin Quarez, um komandi leik. Viðtalið má sjá í spilaranum efst.
Fótbolti.net ræddi við blaðamann Le Parisien, Benjamin Quarez, um komandi leik. Viðtalið má sjá í spilaranum efst.
„Ég held að Frakkar séu klárlega líklegra liðið fyrir leikinn, eru á Parc des Princes með stuðningsmennina með sér. Við þekkjum ekki íslenska liðið vel, en sáum ykkur vinna Aserbaísjan. Eins og Didier Deschamps sagði þá verður þetta ekki auðveldur leikur, við höfum misst út Dembele og Desire Doue vegna meiðsla, það er því breyting á liðinu fram á við. En við erum betra liðið."
„Mbappe er einn besti leikmaður heims, erum með mjög góða sókn; Michael Olise er að toppa þessa stundina og því tel ég okkur líklegri, en þetta verður klárlega erfiður leikur," segir Benjamin.
„Ég þekki ekki íslenska liðið vel, ég sé að þið misstuð út mjög mikilvægan leikmann í Alberti Guðmundssyni."
„Það yrði mikið sjokk ef Frakkland vinnur ekki því við erum líklegra liðið. Ef við vinnum ekki þá verður erfiðara að komast á HM. Við unnum Úkraínu og ég held að Úkraína sé næstbesta liðið í þessum riðli. Franska liðið er í góðri stöðu núna en þarf að vinna á móti Íslandi. Það væri best að vera með sex stig eftir fyrstu tvo leikina,"segir Benjamin.
Athugasemdir