Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 23:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Suarez dæmdur í lengra bann
Mynd: EPA
Luis Suarez, leikmaður Inter Miami, var dæmdur í sex leikja bann á dögunum fyrir að hrækja á starfsmann Seattle Sounders eftir leik liðanna í úrslitum Leagues Cup.

Bannig gildir aðeins í þeirri keppni en hann hefur verið dæmdur í lengra bann.

Hann hefur fengið þriggja leikja bann í MLS deildinni í Bandaríkjunum. Það þýðir að hann mun missa af leik gegn Seattlle þann 16. september. Hann mun einnig missa af leik gegn Charlotte 13. september og DC United 20. september.

Þá hefur Stevens Lenhart, starfsmaður hjá Seattle, einnig verið dæmdur í bann fyrir þátttöku sína í hasarnum. Hann mun því ekki starfa hjá félaginu út tímabilið en má mæta á leiki eins og hver annar stuðningsmaður.
Athugasemdir