
Grindavík er í harðri falllbaráttu í Lengjudeildinni en liðið vann griðarlega mikilvægan sigur gegn ÍR í næst síðustu umferðinni á laugardaginn.
Íslenski landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson fylgdist með sínum mönnum í fjarlægð á hótelinu í París.
Íslenski landsliðsmaðurinn Daníel Leó Grétarsson fylgdist með sínum mönnum í fjarlægð á hótelinu í París.
„Við vorum að fara í ræktina í gær og stóðum þrír saman, ég, Sævar (Atli Magnússon) og Hjörtur (Hermannsson). Fylkir, Grindavík og Leiknir eru þarna niðri í töflunni," sagði Daníel Leó.
Daníel lék upp alla yngri flokka Grindavíkur áður en hann hélt út í atvinnumennsku eftir tímabilið 2014. Marko Valdimar Jankovic og Anton Ingi Rúnarsson tóku við liðinu í síðustu viku en Daníel lék með þeim í Grindavík á sínum tíma.
„Ég fagnaði vel þegar Grindavík vann, ég er mikill Grindvíkingur og þekki mikið þá sem eru að stjórna liðinu núna, góðir vinir mínir. Ég fagna hverju einasta stigi sem Grindavík fær og vonandi ná þeir að halda sér."
Grindavík er tveimur stigum frá fallsæti en liðið heimsækir Njarðvík, sem er tveimur stigum frá toppsætinu, í lokaumferðinni. Daníel hefur fulla trú á sínum mönnum.
„Nei, nei, ég held að þeir séu alveg með þetta. Ég held að Anton og Marko drilli þetta vel og nái að bjarga þessu fyrir horn."
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Þór | 21 | 13 | 3 | 5 | 49 - 30 | +19 | 42 |
2. Þróttur R. | 21 | 12 | 5 | 4 | 42 - 35 | +7 | 41 |
3. Njarðvík | 21 | 11 | 7 | 3 | 47 - 25 | +22 | 40 |
4. HK | 21 | 11 | 4 | 6 | 42 - 29 | +13 | 37 |
5. ÍR | 21 | 10 | 7 | 4 | 37 - 25 | +12 | 37 |
6. Keflavík | 21 | 10 | 4 | 7 | 49 - 38 | +11 | 34 |
7. Völsungur | 21 | 7 | 4 | 10 | 36 - 48 | -12 | 25 |
8. Grindavík | 21 | 6 | 3 | 12 | 38 - 58 | -20 | 21 |
9. Fylkir | 21 | 5 | 5 | 11 | 32 - 31 | +1 | 20 |
10. Leiknir R. | 21 | 5 | 5 | 11 | 22 - 39 | -17 | 20 |
11. Selfoss | 21 | 6 | 1 | 14 | 24 - 40 | -16 | 19 |
12. Fjölnir | 21 | 3 | 6 | 12 | 31 - 51 | -20 | 15 |
Athugasemdir