Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Postecoglou og Mourinho orðaðir við Forest
Mynd: EPA
Nuno Espirito Santo var rekinn sem stjóri Nottingham Forest í gær en Ange Postecoglou, fyrrum stjóri Tottenham, er talinn líklegastur til að taka við af honum samkvæmt veðbönkum.

Espirito Santo var rekinn eftir að hafa tjáð sig um samband sitt við Evangelos Marinakis, eiganda félagsins, en Espirito Santo sagði að samband þeirra væri mjög stirt.

Jose Mourinho, sem var látinn taka pokann sinn hjá Fenerbahce á dögunum, er talinn næst líklegastur.

Brenda Rodgers, stjóri Celtic, Oliver Glasner, stjóri Cyrstal Palace, og Sean Dyche, sem var rekinn frá Everton í janúar, koma einnig til greina.
Athugasemdir
banner