Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 22:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Daníel Leó: Erfitt fyrir þjálfarann að setja mig aftur í hafsentinn
Icelandair
Daníel Leó Grétarsson
Daníel Leó Grétarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Daníel Leó Grétarsson hefur leyst stöðu vinstri bakvarðar hjá danska liðinu Sönderjyske undanfarið. Daníel er í íslenska landsliðshópnum sem er mættur til Parísar og undirbýr sig fyrir leik gegn Frakklandi í undankeppni EM 2026 á morgun.

„Við erum búnir að vinna þá báða og halda hreinu í báðum. Ég held að það sé pínu erfitt fyrir þjálflarann að setja mig aftur í hafsentinn. Ég er með stoðsendingu og mark í þessum tveimur leikjum. Mér líður betur í hafsentinum en ég get leyst bakvörðinn ef hann vill það," sagði Daníel í samtali við Fótbolta.net.

Daníel gæti færst aftur í sína nátturulega stöðu í næstu leikjum þar sem Sönderjyske nældi í bakvörðinn Rúnar Þór Sigurgeirsson frá Willem II á dögunum.

„Það er frábært. Ég er vanur að vera með Íslendingum í liði, var með Atla Barkar og Stalla (Kristall Máni Ingason) og svo fræga Álasund dæmið þar sem ég var með öllum frábæru fótboltamönnunum þar. Það er gott að hann er kominn inn og ég fer í hafsentinn þá ættum við að geta tengt vel saman þar."

Kristall Máni hefur verið heitur að undanförnu en hann hefur skorað þrjú mörk í síðustu fjórum leikjum.

„Það er frábært. Þegar hann er heill þá er hann frábær fótboltamaður. Framhaldið hjá honum er bjart ef hann heldur sér heilum og fær fleiri fyrirgjafir frá mér á pönnuna þá ætti hann að geta skorað fleiri mörk."

Kristall er í hljómsveitinni HúbbaBúbba ásamt Eyþóri Aron Wöhler leikmanni Fylkis.

„Ég fæ stundum að heyra nokkra lagabúta í klefanum. Hann er flottur í því sem hann gerir. Ef hann heldur áfram að standa sig inn á vellinum er fínt að eiga áhugamál utan vallar líka."

Daníel er bjartsýnn á að þetta tímabil verði gott fyrir Sönderjyske en liðið er með 10 stig eftir sjö umferðir í 5. sæti dönsku deildarinnar.

„Ég á gott samband við þjálfarann og hef trú á verkefninu. Ég á tvö ár eftir af samning núna. Ég hef trú á því að við getum verið í efri helming ef við höldum áfram að spila eins og við erum búnir að vera gera sem er stórt fyrir Sönderjyske. Ég fer brattur inn í þetta tímabil svo sjáum við hvað gerist."

Hann stefnir á að spila á stærra sviði.

„Að sjálfsögðu. Mín stefna er sett á að vera ofar en í Danmörku. Ef þú horfir ekki upp á við horfir þú niður á við. Maður er alltaf að reyna horfa upp, það geri ég, ég ætla ekki að vera fela það. Ef ég stend mig vel þá er aldrei að vita hvar maður geti endað."
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Athugasemdir
banner
banner