Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 08. september 2025 19:23
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U21 landsliðið gerði jafntefli gegn Eistlandi ytra í undankeppni EM 2027 í dag. Fótbolti.net ræddi við Ólaf Inga Skúlason, þjálfara liðsins, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Eistland U21 1 -  1 Ísland U21

„Miðað við hvernig staðan var á 37. mínútu þegar við fáum rauða spjaldið og fáum mark á okkur í kjölfarið úr aukaspyrnu þá er ég nokkuð sáttur," sagði Ólafur Ingi.

Þrátt fyrir að vera manni færri var Ísland með yfirhöndina í seinini hálfleik, liðið náði að jafna metin og hefði hæglega getað skorað sigurmarkið.

„Á sama tíma var þetta algjörlega ótrúleg frammistaða hjá strákunum í síðari hálfleik. Við erum einum færri og þeir komast varla yfir miðju. Við fáum tækifæri undir lokin til að klára þetta. Af því leytinu til er ég svekktur fyrir okkar hönd því mér fannst við eiga meira skilið og við vorum algjörlega frábærir í dag."

„Menn voru orðnir þreyttir og markmaðurinn þeirra á algjörlega frábæran leik, ver frá Hinrik og Benó undir lokin og heldur þeim inn í þessu. Þeir áttu ekki breik í okkur í seinni hálfleik. Ég er ótrúlega stoltur af frammistöðunni og stoltur af strákunum hvað þeir lögðu mikið í þetta."

„Tók okkur smá tíma að komast í takt við þetta, fáum á okkur færi eftir 10-15 mínútur. Mér fannst það vera það sem olli því að við stigum upp. Mér fannst við vera betri aðilinn frá því augnabliki og fram að þessu seinna gula spjaldi sem var fyrir mér glórulaus dómur," sagði Ólafur Ingi um fyrri hálfleikinn.

Júlíus Mar Júlíusson var rekinn af velli þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir litlar sakir.

„Mér finnst þetta vera 'soft' á þessu getustigi. Þetta eru tvö brot, annað úti við hliðarlínu og svo er þetta eitthvað klafs. Mér fannst þetta persónulega ekki neitt,"

Mark Eista kom úr aukaspyrnu. Lúkas Petersson, markvörður Íslands, var í boltanum en náði ekki að halda honum réttu megin við línuna.

„Ef Lúkas hefði getað tekið það þá hefði hann tekið það. Hann er algjörlega frábær markmaður. Ég á eftir að skoða þetta aðeins betur, ég vona að strákarnir hafi hoppað í veggnum annars læt ég þá heyra það fyrir það."

Ísland er aðeins með eitt stig eftir tvo leiki en liðið tapaði gegn Færeyjum í fyrstu umferð. Ólafur Ingi er ekki búinn að leggja árar í bát.

„Við erum ekki þar. Auðvitað ætluðum við að vera með fleiri stig eftir þessa tvo leiki. Stundum þróast þetta í þessa átt, auðvitað er það ólíklegra. Eins og við sýndum í seinni hálfleik þá erum við ótrúlega öflugt og gott lið. Við eigum ennþá töluvert inni. Við erum pínu óheppnir núna, þau færi sem önnur lið eru að skapa gegn okkur eru gjafir frá okkur. Við þurfum að þurrka það upp. Það eru allir svekktir að við séum ekki með fleiri stig en við getum unnið hvaða lið sem er."
Athugasemdir
banner
banner