Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
   mán 08. september 2025 19:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Hlynur Freyr Karlsson
Hlynur Freyr Karlsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlynur Freyr Karlsson, fyrirliði U21 landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net eftir svekkjandi jafntefli gegn Eistlandi ytra í 2. umferð undankeppni EM í dag.

„Þetta var drullu erfitt einum færri. Ég er ógeðslega stoltur af liðinu hvernig við spiluðum í dag. Sköpuðum okkur fullt af færum og vorum yfir í öllum seinni hálfleiknum en auðvitað svekkjandi að vinna ekki."

Liðið átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik.

„Lendum einum færri, það gerist í fótbolta, við erum lið, ef eitthvað svona gerist þá þjöppum við okkur saman. Erum betri í seinni hálfleik en í fyrri eins og á móti Færeyjum."

Ísland er aðeins með eitt stig eftir tvær umferðir en það er nóg af stigum eftir í pottinum.

„Við gefumst aldrei upp. Við höfum oft sýnt að það er mikill karkater í þessu liði. Við erum aldrei hættir, stoppum aldrei," sagði Hlynur.

„Við þurfum bara að trúa því, við trúum því allir sem hópur og allir í kringum liðið, það er markmiðið. Við þurfum að byrja leikina betur, byrja eins og við byrjum alltaf í seinni hálfleik þá held ég að við getum gert drullu góða hluti," sagði Hlynur.
Athugasemdir
banner
banner