Hlynur Freyr Karlsson, fyrirliði U21 landsliðsins, ræddi við Fótbolta.net eftir svekkjandi jafntefli gegn Eistlandi ytra í 2. umferð undankeppni EM í dag.
„Þetta var drullu erfitt einum færri. Ég er ógeðslega stoltur af liðinu hvernig við spiluðum í dag. Sköpuðum okkur fullt af færum og vorum yfir í öllum seinni hálfleiknum en auðvitað svekkjandi að vinna ekki."
Liðið átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik.
„Lendum einum færri, það gerist í fótbolta, við erum lið, ef eitthvað svona gerist þá þjöppum við okkur saman. Erum betri í seinni hálfleik en í fyrri eins og á móti Færeyjum."
Ísland er aðeins með eitt stig eftir tvær umferðir en það er nóg af stigum eftir í pottinum.
„Við gefumst aldrei upp. Við höfum oft sýnt að það er mikill karkater í þessu liði. Við erum aldrei hættir, stoppum aldrei," sagði Hlynur.
„Við þurfum bara að trúa því, við trúum því allir sem hópur og allir í kringum liðið, það er markmiðið. Við þurfum að byrja leikina betur, byrja eins og við byrjum alltaf í seinni hálfleik þá held ég að við getum gert drullu góða hluti," sagði Hlynur.
Athugasemdir