
Íslenska landsliðið á erfitt verkefni framundan í undankeppni HM. Liðið fer á Prinsavelli í kvöld og mætir þar heimamönnum, Frökkum. Leikurinn hefst klukkan 18:45 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á SÝN og í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Fyrirfram er ljóst að líkur á jákvæðum úrslitum eru ekki miklar og hefur orðið „bónusleikur" verið notað í aðdraganda leiksins, en strákarnir okkar hafa þó fulla trú á verkefninu því „annars væru þeir ekki hérna".
Fyrirfram er ljóst að líkur á jákvæðum úrslitum eru ekki miklar og hefur orðið „bónusleikur" verið notað í aðdraganda leiksins, en strákarnir okkar hafa þó fulla trú á verkefninu því „annars væru þeir ekki hérna".
Veðbankinn Epicbet er með stuðulinn 1,09 á því að Frakklandi vinni leikinn, stuðullinn á jafntefli er 11 og íslenskur sigur er á stuðlinum 30,5.
Miðað við forgjöfina sem Epicbet býður upp á eru líklegustu úrslitin þau að Frakkland vinni með þremur mörkum. Stuðullinn á því að Ísland skori í mark Frakka í leiknum er 2,15.
Kylian Mbappe er líklegastur til að skora í leiknum, hann er talinn líklegri en ekki til að skora - stuðullinn 1,40. Þeir Ísak Bergmann og Jón Dagur eru taldir líklegastir til að fá gult spjald í leiknum.
Athugasemdir