
Gleðilegan þriðjudag kæru lesendur. Það er komið að slúðrinu en breska ríkisútvarpið tók saman það helsta.
Liverpool mun ekki hlusta á nein tilboð frá tyrkneska félaginu Besiktas í ítalska kantmanninn Federico Chiesa (27) þrátt fyrir að hann sé ekki í Meistaradeildarhóp félagsins. (Liverpool Echo)
Þýski markvörðurinn Stefan Ortega (32) verður líklega hjá Manchester City fram í janúar hið minnsta eftir að Trabzonspor, félag sem hafði áhuga á honum, ákvað frekar að sækja Andre Onana (29) frá Manchester United. (Manchester Evening News)
Arsenal er líklegasta liðið til að landa Angelo Stiller (24) miðjumanni Stuttgart en Manchester United gerði tilboð í hann á síðustu stundu í sumar. Bayern München og Real Madrid eru einnig áhugasöm um hann. (Express)
Tottenham gerði seint tilboð í Senny Mayulu (19), leikmann Paris Saint-Germain, í sumar. Chelsea og Manchester City vilja líka fá hann. (Teamtalk)
Real Madrid ætlar að reyna að fá Dayot Upamecano (26), miðvörð Bayern München, en hann á bara eitt ár eftir af samningi sínum við Bayern. (Bild)
Wolves býst við því að geta gert nýjan samning við sóknarmanninn Jorgen Strand Larsen (25) en nýi samningurinn mun innihalda riftunarákvæði eftir að félagið hafnaði tveimur tilboðum frá Newcastle í hann í sumar. (Telegraph)
Newcastle, Manchester United og Aston Villa eru að fylgjast með Daniel Vivian (26), miðverði Athletic Bilbao, og gætu virkjað 35 milljón punda riftunarákvæði í samningi hans næsta sumar. (Fichajes)
Chelsea hefur enn áhuga á Mike Maignan (30) þrátt fyrir að hafa ekki náð að kaupa hann í sumar. Lundúnafélagið ætlar að reyna að landa honum á frjálsri sölu næsta sumar. (TBR Football)
Malick Fofana (20), kantmaður Lyon og belgíska landsliðsins, vakti áhuga Chelsea og Liverpool í sumarglugganum. (Teamtalk)
Tottenham fylgist með Dennis Cirkin (23), varnarmanni Sunderland, og gæti reynt við hann í janúar. Hann var áður í akademíu Spurs. (TBR Football)
Flavien Enzo Boyomo (23), miðvörður Osasuna, er undir smásjá félaga í ensku úrvalsdeildinni og gæti verið á ferðinni í janúarglugganum. (Fichajes)
Athugasemdir