Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 08:00
Kári Snorrason
Stýrir bæði kvenna- og karlaliði Völsungs: „Ákveðin klikkun að vera í þessu“
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson þjálfari bæði kvenna- og karlaliðs Völsungs segir ákveðna klikkun að stýra liðinu í bæði kvenna- og karlaflokki. Völsungur tryggði sér öruggt sæti í Lengjudeild karla síðastliðna helgi.

„Ég fagnaði auðvitað með strákunum í Árbænum og heimferðin var skemmtileg. Svo er mitt hlutverk að þjálfa kvennaliðið líka þannig að ég var undir stýri á leiðinni heim og stýrði stelpunum svo á sunnudeginum. Ég er rólegri í þessu og fagna kannski betur seinna,“ segir Aðalsteinn við Fótbolti.net aðspurður um hvernig helgin hafi verið eftir að það var ljóst að Völsungur hélt sér í deildinni.

Aðalsteinn hefur stýrt karlaliðinu síðustu þrjú ár og verið þjálfari kvennaliðsins í fimm ár. Kvennalið Völsungs er í þriðja sæti í 2. deild og eiga enn möguleika á að fara upp um deild.

„Þetta er þriðja tímabilið svona, hvert tímabil er auðvitað sérstakt. Fyrsta tímabilið gekk kannski ekki alveg nægilega vel. Í fyrra voru bæði lið í toppbaráttu allt sumarið. Það var ansi súrealískt, eins og allt væri að ganga upp,“ segir Aðalsteinn.

„Í sumar hafa stelpurnar verið að elta og eru enn í séns fyrir lokaumferðina. Strákarnir hafa átt gott tímabil og kórónuðu það um helgina. Þetta væri ekki hægt án þess að hafa gott fólk í kringum sig. Þetta er ákveðin klikkun að vera í þessu en við höfum látið þetta ganga hingað til.“
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þór 21 13 3 5 49 - 30 +19 42
2.    Þróttur R. 21 12 5 4 42 - 35 +7 41
3.    Njarðvík 21 11 7 3 47 - 25 +22 40
4.    HK 21 11 4 6 42 - 29 +13 37
5.    ÍR 21 10 7 4 37 - 25 +12 37
6.    Keflavík 21 10 4 7 49 - 38 +11 34
7.    Völsungur 21 7 4 10 36 - 48 -12 25
8.    Grindavík 21 6 3 12 38 - 58 -20 21
9.    Fylkir 21 5 5 11 32 - 31 +1 20
10.    Leiknir R. 21 5 5 11 22 - 39 -17 20
11.    Selfoss 21 6 1 14 24 - 40 -16 19
12.    Fjölnir 21 3 6 12 31 - 51 -20 15
2. deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Selfoss 11 11 0 0 46 - 7 +39 33
2.    ÍH 11 9 1 1 59 - 14 +45 28
3.    Völsungur 11 8 0 3 42 - 19 +23 24
4.    Fjölnir 11 6 2 3 26 - 19 +7 20
5.    Álftanes 11 5 1 5 28 - 26 +2 16
6.    Vestri 11 5 1 5 24 - 28 -4 16
7.    Dalvík/Reynir 11 4 2 5 25 - 21 +4 14
8.    Sindri 11 3 3 5 20 - 23 -3 12
9.    KÞ 11 3 2 6 16 - 34 -18 11
10.    ÍR 11 2 2 7 16 - 32 -16 8
11.    Einherji 11 2 2 7 16 - 38 -22 8
12.    Smári 11 0 0 11 1 - 58 -57 0
Athugasemdir
banner