Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
„Ef við byrjum leikina eins og seinni hálfleik getum við gert drullu góða hluti"
Ólafur Ingi stoltur af frammistöðunni - „Fyrir mér glórulaus dómur"
Mikael Egill: Er það ekki bara Frakkinn?
Stefán Teitur: Nei, það er geðveikt
Sverrir Ingi: Bónusleikur fyrir okkur
Ísak Bergmann: Stórt fyrir Skagann á erfiðu sumri
„Mbappé má eiga það að hann er fljótur”
Björgvin Karl: Hefðum átt að klára þennan leik
Óli Kri: Við fengum erfiðan andstæðing í dag
Bjarni Jó: Getum sjálfum okkur um kennt
Völsungur áfram í Lengjudeildinni þvert á allar spár - „Tilfinningin er ótrúlega sæt"
Gústi Gylfa: Hann átti stjörnumóment síðustu tíu
Anton Ingi: Mikill léttir fyrir félagið að ná sigri eftir erfiðleika seinustu vikur
Arnar Grétars: Ekkert að gerast hjá þeim
Gunnar Heiðar fúll: Maður fann að það var mikil spenna í þessum leik
Haraldur Freyr: Það er bara þannig í fótbolta að mörk breyta leikjum
Siggi Höskulds: Sami undirbúningur og í síðustu leikjum
Jóhann Kristinn: Verða að vera 90 mínútur af úrslitaleik á föstudaginn næsta
Gyða Kristín: Þær voru með þrjár í vörn og við settum fleiri fram
   mán 08. september 2025 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
París
Kristian: Ekki rétt það sem kom fram um mig
Icelandair
Úr leiknum á Laugardalsvelli gegn Aserbaísjan.
Úr leiknum á Laugardalsvelli gegn Aserbaísjan.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Leið vel með spyrnuna.
Leið vel með spyrnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland á erfitt verkefni fyrir höndum en liðið heimsækir Frakkland í 2. umferð í undankeppni HM 2026 á morgun. Fótbolti.net ræddi við landsliðsmanninn Kristian Nökkva Hlynsson í dag.

„Það verður mjög gaman að spila á móti þeim og sýna hverjir við erum. Við þurfum að halda í okkar leikskipulag, ef við gerum það þá getur alllt gerst," sagði Kristian.

Ísland vann öruggan sigur gegn Aserbaísjan í fyrsta leiknum á Laugardalsvelli fyrir helgi.

„Það er öðruvísi undirbúningur, við spilum allt öðruvísi en ef við náum að halda í okkar prinsipp náum við vonandi að gera eitthvað," sagði Kristian.

Kristian kom inn á sem varamaður gegn Aserbaísjan og skoraði beint úr aukaspyrnu.

„Það var gaman. Fyrsta skipti sem ég spila á Laugardalsvelli. Danni (Daníel Leó Grétarsson) vildi meina annað en það er ekki hægt að breyta því, þetta er skráð á mig," sagði Kristian léttur.

Sögusagnirnar ekki réttar
Kristian gekk til liðs við Twente frá Ajax í sumar. Hollenski miðillinn Telegraaf fjallaði um það að Kristian hafi verið meinað að æfa með Ajax fyrir skiptin.

„Ég vil spila. Ég er kominn í gott lið, mér fannst þetta rétt skref. Ég meiddist á undirbúningstímabilinu svo var ég byrjaður að vinna mig aftur inn í liðið, í fyrsta leiknum sem ég byrja meiðist ég aftur. Það er erfitt að komast inn í liðið aftur," sagði Kristian.

„Þjálfarinn og tæknilegur stjóri félagsins hringdu í mig og sögðu að það væri ekki rétt það sem kom fram um mig. Mér fannst kominn tími fyrir mig að skipta um lið."

Kristian er ánægður að vera kominn til Twente en á sama tíma þakklátur fyrir tímann sinn hjá Ajax.

„Ég vildi vera í Hollandi og Twente var búið að sýna áhuga fyrr um árið. Það er gott lið og þeir ætla sér mikið. Þetta er liðið mitt, kem þarna 16 ára og fer 21 árs. Þetta var geggjaður tími," sagði Kristian.
Athugasemdir
banner