Dele Alli er í leit að nýju tækifæri eftir að hafa rift samningi sínum við ítalska félagið Como.
Núna er sagt að Wrexham, sem eru nýliðar í Championship-deildinni, leiði kapphlaupið um hann.
Núna er sagt að Wrexham, sem eru nýliðar í Championship-deildinni, leiði kapphlaupið um hann.
Eigendur Wrexham eru Hollywood leikararnir Rob McElhenney og Ryan Reynolds en þeir hafa lagt mikið í að koma Wrexham á þann stað sem félagið er á í dag. Þeir stefna upp í ensku úrvalsdeildina.
Þeim finnst það væntanlega ekki leiðinlegt að bæta eins þekktu nafni við liðið en hinn 29 ára gamli Alli er fyrrum landsliðsmaður Englands.
Ferill Alli hefur undanfarin ár litast af meiðslum og andlegum veikindum en það er vonandi að hann komist aftur á góðan stað.
Athugasemdir