Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Undankeppni HM í dag - England og Írland spila útileiki
Mynd: EPA
Það eru átta leikir sem fara fram í undankeppni HM í kvöld fyrir utan leik Frakka og Íslendinga.

England heimsækir Serbíu í toppslag í K riðli en England er með fimm stiga forystu á toppnum eftir fjóra leiki en Serbía á leik til góða. England er með 12 stig en Serbía sjö. Albanía og Lettland mætast í sama riðli. Albanía er með fimm stig en Lettland fjögur.

Írland, undir stjórn Heimis Hallgrímssonar, heimsækir Armeníu í F riðli og Ungverjaland fær Portúgal í heimsókn. Portúgal er á toppnum eftir sigur á Armeníu í fyrstu umferð en Írland og Ungverjaland skildu jöfn.

Noregur og Moldavía mætast í I riðli. Noregur er á toppnum með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Moldavía án stiga. Bosnía fær Austurríki í heimsókn í H riðli. Bosnía er á toppnum með 12 stig, fullt hús stiga eftir fjórar umferðir en Austurríki er með níu stig eftir þrjár umferðir. Rúmenía, með sex stig, heimsækir Kýpur sem er með þrjú stig.

Aserbaísjan og Úkraína mætast í riðli Íslands. Bæði lið eru án stiga.

þriðjudagur 9. september
16:00 Aserbaísjan - Úkraína
16:00 Armenia - Írland
18:45 Noregur - Moldova
18:45 Bosnía - Austurríki
18:45 Kýpur - Rúmenía
18:45 Albanía - Lettland
18:45 Serbía - England
18:45 Ungverjaland - Portúgal
Athugasemdir