
Arna Eiríksdóttir fyrirliði FH er á leiðinni til norska félagsins Valerenga samkvæmt heimildum Fótbolti.net.
Orri Rafn Sigurðarson greindi jafnframt frá tíðindunum í morgun á X-síðu sinni.
Arna hefur verið máttarstólpur í liði FH á tímabilinu og er liðið nú í 2. sæti deildarinnar. Hún gekk til liðs við FH frá Val fyrir síðasta tímabil eftir að hafa verið á láni hjá FH ári áður.
Arna, sem er fædd árið 2002, á 2 A-landsleiki að baki, þann fyrri gegn Eistlandi árið 2022 og þann síðari gegn Austurríki 2023.
Valerenga er ríkjandi meistari í Noregi en situr sem stendur í 2. sæti deildarinnar á eftir Brann. Hjá Valerenga spilar landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir.
Arna Eiríksdóttir - ???????????
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) September 9, 2025
Fyrirliði FH er á leið til Vålerenga
Setjum countdown af stað pic.twitter.com/4EDJlfzyK0
Athugasemdir