Guehi, Gomez, Konate, Botman, Mbappe, Salah, Onana og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 08. september 2025 20:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Origi neitaði að rifta samningnum við Milan
Mynd: EPA
Það hefur lítið sem ekkert gengið upp hjá Divock Origi eftir að hann yfirgaf Liverpool árið 2023.

Hann samdi við AC Milan en var á láni hjá Nottingham Forest tímabilið 2023/24. Hann spilaði 20 leiki í úrvalsdeildinni en honum tókst ekki að skora. Hann hefur spilað 36 leiki fyrir Milan og skorað tvö mörk.

Origi og Milan hafa verið í viðræðum um riftun á samningi hans en ítalskir fjölmiðlar greina frá því að hann neiti að rifta samningnum.

Origi er ekki inn í myndinni hjá Milan og æfir ekki með aðalliðinu.
Athugasemdir