Liverpool mun ekki selja Chiesa - Völdu Onana fram yfir Ortega - Arsenal líklegasti áfangastaður Stiller - Real Madrid horfir til Bayern
   þri 09. september 2025 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
María rifti samningnum og hélt heim eftir ótrúlega uppákomu
Kvenaboltinn
María Þórisdóttir.
María Þórisdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hin íslenskættaða María Þórisdóttir hefur rift samningi sínum við franska félagið Marseille eftir stutta dvöl þar og skrifað undir hjá norska félaginu Brann.

María gekk í raðir Marseille í sumar eftir að hafa spilað lengi á Englandi með Chelsea, Manchester United og Brighton.

Eftir að hafa skrifað undir hjá Marseille þó fór hún í æfingabúðir með liðinu en þar varð allt vitlaust. Það brutust út slagsmál í æfingaleik hjá liðinu á Spáni og þjálfari liðsins, Frederic Goncalves, fékk að líta rautt spjald fyrir sína framkomu.

Goncalves var rekinn eftir leikinn en María fór heim úr æfingaferðinni eftir þetta rugl.

Hún hefur núna rift samningi sínum við Marseille og gert stuttan samning við Brann í heimalandinu. Diljá Ýr Zomers, landsliðskona frá Íslandi, er á meðal leikmanna Brann.

Handboltaþjálfarinn Þórir Hergeirsson er faðir Maríu en hún spilar fyrir landslið Noregs.
Athugasemdir