sun 10. nóvember 2019 18:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Trent: Boltinn fór í Bernardo Silva fyrst
Mynd: Getty Images
„Ég held að boltinn hafi farið í höndina á mér, en hann fór fyrst í höndina á Bernardo Silva," sagði Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, eftir 3-1 sigur á ríkjandi Englandsmeisturum Manchester City á Anfield.

Það var mikið vafaatriði snemma í leiknum eftir að Fabinho hafði komið Liverpool yfir.

Leikmenn Manchester City vildu fá vítaspyrnu skömmu áður er Alexander-Arnold handlék knöttinn.

Liverpool fór í sókn og þar skoraði Fabinho með skoti af löngu færi í vinstra hornið.

„Þú verður að halda áfram að spila. Þeir kvörtuðu, en þú verður að halda áfram að spila," sagði Alexander-Arnold eftir leikinn.

„Við erum á góðu skriði og við erum enn taplausir. Við höfum alltaf forskot á heimavelli með þessa stuðningsmenn."

Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með átta stiga forskot á Leicester, sem er í öðru sæti.

Sjá einnig:
Sjáðu markið: Stórbrotið mark Fabinho - Átti markið að standa?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner