Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 10. nóvember 2020 22:00
Aksentije Milisic
Carragher segir Klopp að bekkja Firmino í næstu leikjum
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher hefur sagt að Roberto Firmino eigi ekki að vera í byrjunarliði Liverpool og segir hann Jurgen Klopp að setja Firmino á bekkinn í komandi leikjum.

Jota kom til Liverpool frá Wolves fyrir 41 milljón punda og hefur hann byrjaði frábærlega hjá félaginu. Klopp byrjaði með Mohamed Salah, Sadio Mane, Diogo Jota og Roberto Firmino alla inn á í leiknum gegn Manchester City en Carragher telur að það sé best fyrir liðið að Firmino fari á bekkinn.

„Firmino er ekki upp á sitt besta núna og hann var það heldur ekki á síðasta tímabili. Þó að Liverpool vann deildina þá voru sumir hlutir fegraðir. Firmino skoraði ekki mark á Anfield fyrr en í lokaleiknum gegn Chelsea," sagði Carragher.

„Stuðningsmenn Liverpool vita það að markaskorarar þeirra spila á vængjunum. Ég skoðaði tölurnar með hvernig liðið pressar, þær voru ekki jafn háar og þær eru venjulegar."

„Það eru hæðir og lægðir í boltanum. Farðu á bekkinn. Allir horfa á hann, settu hann á bekkinn í þrjá eða fjóra leiki."
Athugasemdir
banner
banner