Klukkan 17:55 fer lokaumferð E-riðils Meistaradeildarinnar fram. Napoli mætir Genk og Red Bull Salzburg tekur á móti Liverpool.
Liverpool þarf stig gegn Salzburg til að vera öruggt með sæti í 16-liða úrslitum. Napoli mun komast áfram ef liðið nær stigi gegn Genk í lokaleik sínum.
E-riðill:
1. Liverpool 10
2. Napoli 9
3. Red Bull Zalsburg 7
4. Genk 1
Liverpool þarf stig gegn Salzburg til að vera öruggt með sæti í 16-liða úrslitum. Napoli mun komast áfram ef liðið nær stigi gegn Genk í lokaleik sínum.
E-riðill:
1. Liverpool 10
2. Napoli 9
3. Red Bull Zalsburg 7
4. Genk 1
Salzburg tapaði 4-3 gegn Liverpool á Anfield í fyrri viðureign liðanna í riðlinum. Sóknarmaðurinn ungi og umtalaði Erling Braut Håland er í byrjunarliði austurríska liðsins.
Klopp gerir þrjár breytingar á byrjunarliði sínu en Georginio Wijnaldum kemur inn. Trent Alexander-Arnold og Sadio Mane koma einnig inn. Þá er Naby Keita einnig að byrja hjá Liverpool en hann er fyrrum leikmaður Leipzig.
Byrjunarlið Salzburg: Kristensen, Onguene, Wober, Ulmer; Mwepu, Junuzovic, Szoboszlai, Minamino; Hwang, Håland.
Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Lovren, Van Dijk, Robertson, Henderson, Wijnaldum, Keita, Mane, Salah, Firmino.
(Varamenn: Adrian, Milner, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri, Origi, Jones)
Athugasemdir