Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   sun 10. desember 2023 05:55
Brynjar Ingi Erluson
England í dag - Hörkuleikur í Lundúnum
Heung-Min Son og félagar í Tottenham mæta Newcastle
Heung-Min Son og félagar í Tottenham mæta Newcastle
Mynd: EPA
Síðustu fjórir leikirnir í 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar fara fram í dag. Tottenham tekur á móti Newcastle United í Lundúnum á meðan Chelsea heimsækir Everton á Goodison Park.

Þrír leikir eru spilaðir klukkan 14:00. Englandsmeistarar Manchester City hafa verið að ganga í gegnum erfiðan kafla, en liðið er án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum.

Erfitt verkefni bíður liðsins í dag því það heimsækir nýliða Luton og hingað til hefur liðið veitt andstæðingum sínum alvöru keppnisleiki á heimavelli.

Chelsea, sem hefur keypti marga sterka leikmenn í hópinn, eru áfram í niðursveiflu og gæti sú sveifla haldið áfram þegar það mætir ástríðufullum Everton-mönnum á Goodison. Tíu stig voru dregin af Everton, en leikmennirnir láta það ekki á sig fá og unnu meðal annars Newcastle United í síðustu umferð, 3-0.

Fulham mætir West Ham. Lærisveinar David Moyes unnu Tottenham í miðri viku og geta með sigri komist upp fyrir Manchester United á töflunni og upp í 6. sæti.

Síðasti leikur dagsins er síðan leikur Tottenham og Newcastle United. Bæði lið eru að berjast um að halda sér í baráttu um Meistaradeildarsæti, en sú barátta gengur erfiðlega. Tottenham var líklegt til alls í byrjun tímabils og sat um tíma á toppnum, en það hefur ekki unnið í síðustu fimm leikjum.

Leikir dagsins:
14:00 Luton - Man City
14:00 Everton - Chelsea
14:00 Fulham - West Ham
16:30 Tottenham - Newcastle
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Brentford 35 15 7 13 62 53 +9 52
10 Brighton 35 13 13 9 57 56 +1 52
11 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner
banner