Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 10. desember 2023 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Salah í 200 marka-klúbbinn
Mynd: EPA
Egypski sóknarmaðurinn Mohamed Salah skoraði eftirminnilega mark í 2-1 sigri Liverpool á Crystal Palace á Selhurst Park í gær en það var 200. mark hans fyrir félagið.

Liverpool keypti Salah frá Roma fyrir 43 milljónir punda árið 2017 og er hægt að skrá þau félagaskipti sem ein og ef ekki bestu í sögu félagsins.

Hann gerði jöfnunarmark Liverpool á 76. mínútu í gær og var það afar merkilegt mark, því hann var að gera sitt 200. fyrir félagið.

Salah er aðeins fimmti leikmaðurinn í sögu félagsins sem nær þeim merka áfanga.

Ef hann heldur áfram í þessu magnaða formi þá gæti hann komið sér í þriðja sæti yfir markahæstu menn félagsins frá upphafi. Billy Liddell er í fjórða sæti með 228 mörk og Gordon Hodgson með 241 mark í þriðja sætinu.

Það veltur auðvitað á því ef Salah ákveður að vera áfram í herbúðum Liverpool, en hann hefur undanfarið ár verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu.

Ian Rush er markahæsti leikmaður Liverpool með 346 mörk og er það met sem verður seint toppað. Salah þyrfti líklega að klára ferilinn hjá Liverpool til að eiga möguleika á því meti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner