Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Leiknir kvartað til KSÍ vegna framkomu ÍBV.
Leiknismenn eru ósáttir við aðdraganda félagaskipta Omar Sowe frá Leikni til ÍBV og eru á því að Eyjamenn hafi rætt við Sowe á meðan hann var samningsbundinn félaginu og án þess að láta Leikni vita.
Leiknismenn eru ósáttir við aðdraganda félagaskipta Omar Sowe frá Leikni til ÍBV og eru á því að Eyjamenn hafi rætt við Sowe á meðan hann var samningsbundinn félaginu og án þess að láta Leikni vita.
Á Íslandi mega félög ræða við samningsbundna leikmenn ef sex mánuðir eða minna eru eftir af samningi leikmannsins, en verða að láta félagið sem leikmaðurinn er samningsbundinn vita af fyrirhuguðum viðræðum.
Framherjinn Sowe samdi við ÍBV eftir að síðasta tímabili lauk og var tilkynntur sem nýr leikmaður ÍBV 4. nóvember. Samkvæmt heimasíðu KSÍ var Sowe samningsbundinn Leikni til 16. nóvember.
Sowe kom fyrst til Íslands tímabilið 2022 og varð Íslandsmeistari með Breiðabliki. Hann lék svo með Leikni í Lengjudeildinni 2023-24. Hann var þriðji markahæsti leikmaður deildarinnar '23 og næstmarkahæstur á nýliðnu tímabili.
Það hefur einnig heyrst af því að Leiknismenn séu ósáttir við aðdraganda félagaskipta Arnórs Inga Kristinssonar til ÍBV en hann rifti samningi sínum við Leikni og samdi í kjölfarið við ÍBV.
Í viðtali við Fótbolta.net sagði Arnór frá því að hann hefði fengið að vita af áhuga ÍBV frá þriðja aðila í aðdraganda skiptanna.
Athugasemdir