Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. janúar 2021 12:19
Magnús Már Einarsson
Stjóri og þrettán leikmenn Celtic í sóttkví - Spila samt
Neil Lennon stjóri Celtic.
Neil Lennon stjóri Celtic.
Mynd: Getty Images
Þrettán leikmenn og þrír starfsmenn Celtic eru komnir í sóttkví eftir að smit greindist hjá liðinu.

Neil Lennon, stjóri Celtic, er á meðal starfsmannanna en eins og staðan er núna mun liðið þrátt fyrir allt spila gegn Hibernian í kvöld.

Smitið í leikmannahópnum greindist þegar Celtic kom heim úr umdeildri æfingaferð í Dubai.

Celtic var sex daga í Dubai en ferðalag liðsins var mikið gagnrýnt og ekki minnkaði gagnrýnin þegar myndir birtust af leikmönnum brjóta sóttvarnarreglur í ferðinni.

Kórónuveirufaraldurinn er á uppleið í Skotlandi en búið er að fresta öllum leikjum í C-deild og neðar næstu þrjár vikurnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner