Man Utd íhugar að gera 40 milljóna punda tilboð í Delap - Liverpool tilbúið að bjóða Nunez upp í Isak - Tottenham horfir til stjóra Bournemouth
   lau 11. janúar 2025 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Helstu stjörnur Southampton eru falar í janúar
Mynd: EPA
Southampton vermir botnsæti ensku úrvalsdeildarinnar og nægir lítið annað en kraftaverk til að forðast fall úr deildinni.

Liðið er með alltof stóran leikmannahóp og hefur því ákveðið að samþykkja tilboð í margar af sínum skærustu stjörnum.

Ben Brereton Díaz, Maxwel Cornet, Kyle Walker-Peters og Charlie Taylor eru meðal leikmanna sem Southampton er reiðubúið til að missa í janúar. Cornet er hjá félaginu á lánssamningi frá West Ham á meðan Walker-Peters er að renna út á samningi eftir tímabilið.

Þar má einnig nefna kantmanninn Kamaldeen Sulemana sem Ajax, Genoa og Nantes vilja öll fá á láni. Southampton er þó ekki tilbúið til að lána hann út, heldur hlustar félagið eingöngu á kauptilboð.

Ivan Juric er nýlega tekinn við Southampton og hefur liðið tapað öllum þremur leikjum sínum síðan hann var ráðinn. Southampton tekur á móti Championship-liði Swansea í enska bikarnum á morgun og vonast Juric eftir fyrsta sigri sínum við stjórnvölinn.

Southampton er aðeins búið að sigra einn leik á úrvalsdeildartímabilinu og er með 6 stig eftir 20 umferðir - tíu stigum frá öruggu sæti í deildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 25 18 6 1 60 24 +36 60
2 Arsenal 25 15 8 2 51 22 +29 53
3 Nott. Forest 25 14 5 6 41 29 +12 47
4 Man City 25 13 5 7 52 35 +17 44
5 Bournemouth 25 12 7 6 44 29 +15 43
6 Chelsea 25 12 7 6 47 34 +13 43
7 Newcastle 25 12 5 8 42 33 +9 41
8 Fulham 25 10 9 6 38 33 +5 39
9 Aston Villa 25 10 8 7 35 38 -3 38
10 Brighton 25 9 10 6 38 38 0 37
11 Brentford 25 10 4 11 43 42 +1 34
12 Tottenham 25 9 3 13 49 37 +12 30
13 Crystal Palace 25 7 9 9 29 32 -3 30
14 Everton 25 7 9 9 27 31 -4 30
15 Man Utd 25 8 5 12 28 35 -7 29
16 West Ham 25 7 6 12 29 47 -18 27
17 Wolves 25 5 4 16 35 54 -19 19
18 Ipswich Town 25 3 8 14 23 50 -27 17
19 Leicester 25 4 5 16 25 55 -30 17
20 Southampton 25 2 3 20 19 57 -38 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner