Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 11. janúar 2025 16:42
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Marmoush gerði sigurmark Frankfurt
Egypski sóknarmaðurinn Omar Marmoush var hetja Eintracht Frankfurt í 1-0 sigri liðsins á St. Pauli í þýsku deildinni í dag sem var mögulega hans síðasta með liðinu.

Marmoush hefur samþykkt að ganga í raðir Englandsmeistara Manchester City og verða kaupin líklega frágengin í næstu viku.

Það má því áætla að hann hafi verið að spila sinn síðasta leik með Frankfurt og sá hann til þess að kveðja með því að landa þremur stigum fyrir sína menn.

Markið skoraði hann á 32. mínútu með föstu skoti úr teignum, en hann fagnaði ekki markinu af virðingu við St. Pauli, sem hann lék með árið 2021.

Sigurinn kemur Frankfurt upp í 3. sæti deildarinnar með 30 stig og er Marmoush markahæstur í deildinni ásamt Harry Kane með 14 mörk.

Frankfurt á næst leik á þriðjudag en Marmoush verður líklega ekki í hópnum í þeim leik.

Wolfsburg vann Hoffenheim með einu marki gegn engu og þá lagði Heidenheim lið Unon Berlín, 2-0. Freiburg hafði betur gegn Holsten Kiel í hörkuleik, 3-2, þar sem gestirnir skoruðu tvö mörk á síðustu mínútunum á meðan Jonathan Burkhardt gerði bæði mörk Mainz í 2-0 sigrinum á Bochum.

Hoffenheim 0 - 1 Wolfsburg
0-1 Mohamed Amoura ('29 )

Heidenheim 2 - 0 Union Berlin
1-0 Frans Kratzig ('17 )
2-0 Adrian Beck ('83 )
Rautt spjald: Tom Rothe, Union Berlin ('37)

Freiburg 3 - 2 Holstein Kiel
1-0 Nicolai Remberg ('23 , sjálfsmark)
2-0 Christian Gunter ('38 )
3-0 Vincenzo Grifo ('74 )
3-1 Phil Harres ('85 )
3-2 Phil Harres ('90 )

Mainz 2 - 0 Bochum
1-0 Jonathan Michael Burkardt ('23 )
2-0 Jonathan Michael Burkardt ('69 )

St. Pauli 0 - 1 Eintracht Frankfurt
0-1 Omar Marmoush ('32 )
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 34 25 7 2 99 32 +67 82
2 Leverkusen 34 19 12 3 72 43 +29 69
3 Eintracht Frankfurt 34 17 9 8 68 46 +22 60
4 Dortmund 34 17 6 11 71 51 +20 57
5 Freiburg 34 16 7 11 49 53 -4 55
6 Mainz 34 14 10 10 55 43 +12 52
7 RB Leipzig 34 13 12 9 53 48 +5 51
8 Werder 34 14 9 11 54 57 -3 51
9 Stuttgart 34 14 8 12 64 53 +11 50
10 Gladbach 34 13 6 15 55 57 -2 45
11 Wolfsburg 34 11 10 13 56 54 +2 43
12 Augsburg 34 11 10 13 35 51 -16 43
13 Union Berlin 34 10 10 14 35 51 -16 40
14 St. Pauli 34 8 8 18 28 41 -13 32
15 Hoffenheim 34 7 11 16 46 68 -22 32
16 Heidenheim 34 8 5 21 37 64 -27 29
17 Holstein Kiel 34 6 7 21 49 80 -31 25
18 Bochum 34 6 7 21 33 67 -34 25
Athugasemdir
banner