Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   þri 11. febrúar 2020 21:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Leeds einungis unnið einn af síðustu sjö
Sex leikir fóru í kvöld fram í ensku Championship-deildinni. Aðalleikur kvöldsins var viðureign Brentford og Leeds en þau voru í 2. og 5. sæti deildarinnar fyrir kvöldið.

Leikurinn endaði 1-1 á heimavelli Brentford og voru bæði mörkin frekar klaufaleg. Said Benhrahma kom heimamönnum yfir eftir slæm mistök Kiko Casilla en innan við stundarfjórðungi seinna jafnaði Liam Cooper leikinn með marki eftir að David Raya náði ekki að grípa hornspyrnu Leeds.

Niðurstaðan jafntefli og hefur Leeds nú einungis unnið einn af síðustu sjö deildarleikjum sínum. Liðið sigraði Millwall undir lok janúarmánaðar en síðasti sigur þar á undan kom gegn Birmingham á síðasta ári. Leeds er enn í öðru sæti en Fulham getur komist upp í annað sætið annað kvöld.

Birmingham vann góðan útsigur á Barnsley þar sem Scott Hogan skoraði eina mark leiksins um stundarfjórðungi fyrir leikslok. Notthingham tapaði óvænt gegn Charlton á heimavelli og þá gerðu Wigan og Middlesbrough jafntefli í fjörugum leik.

Lewis Wing var þar á skotskónum og kom fyrra mark hans beint úr aukaspyrnu, skot hans fór af veggnum og þaðan í netið. Harold Moukoudi skoraði afar skrautlegt sjálfsmark þegar hann stangaði fyrirgjöf frá hægri í eigið net.

Blackburn kláraði Hull á sjö mínútna kafla þegar vel var liðið á leikinn. Fyrsta markið kom á 73. mínútu og svo kom mark á 79. og 80. mínútu. Fyrsta markið kom eftir klafs í teignum eftir hornspyrnu. Annað markið eftir klaufalega varnarmistök en þriðja markið var af dýrari gerðinni frá Dominic Samuel, frábært skot fyrir utan teig.

Að lokum gerðu Swansea og QPR markalaust jafntefli.

Barnsley 0 - 1 Birmingham
0-1 Scott Hogan ('76 )

Blackburn 3 - 0 Hull City
1-0 Darragh Lenihan ('73 )
2-0 Adam Armstrong ('79)
3-0 Dominic Samuel ('80 )

Brentford 1 - 1 Leeds
1-0 Said Benrahma ('25 )
1-1 Liam Cooper ('38 )

Nott. Forest 0 - 1 Charlton Athletic
0-1 Lyle Taylor ('24 )

Swansea 0 - 0 QPR

Wigan 2 - 2 Middlesbrough
1-0 Sam Morsy ('29 )
1-1 Lewis Wing ('64 )
1-2 Lewis Wing ('68 )
2-2 Harold Moukoudi ('76 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Chey Dunkley, Wigan ('62)
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Birmingham 0 0 0 0 0 0 0 0
1 Leeds 46 29 13 4 95 30 +65 100
2 Burnley 46 28 16 2 69 16 +53 100
2 Blackburn 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bristol City 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Charlton Athletic 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Sunderland 46 21 13 12 58 44 +14 76
5 Coventry 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Derby County 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Hull City 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Ipswich Town 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Leicester 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Middlesbrough 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Millwall 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Norwich 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Oxford United 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Portsmouth 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Preston NE 0 0 0 0 0 0 0 0
16 QPR 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sheffield Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Sheff Wed 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Southampton 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Stoke City 0 0 0 0 0 0 0 0
21 Swansea 0 0 0 0 0 0 0 0
22 Watford 0 0 0 0 0 0 0 0
22 Luton 46 13 10 23 45 69 -24 49
23 West Brom 0 0 0 0 0 0 0 0
23 Plymouth 46 11 13 22 51 88 -37 46
24 Cardiff City 46 9 17 20 48 73 -25 44
24 Wrexham 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir