Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. febrúar 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Klinsmann hættur með Hertha Berlin eftir 76 daga
Hættur.
Hættur.
Mynd: Getty Images
Þýska goðsögnin Jurgen Klinsmann hefur ákveðið að segja upp störfum sem þjálfari Hertha Berlin.

Einungis 76 dagar eru síðan Klinsmann tók við Hertha Berlin en liðið vann þrjá leiki af tíu undir hans stjórn.

„Sem þjálfari þarf ég að hafa traust hjá fólki. Í fallbaráttu eru samheldni, liðsheild og einbeiting mikilvægustu þættirnir. Ef þeir þættir eru ekki til staðar þá get ég ekki staðið mig vel og sinnt ábyrgð minni sem þjálfari," sagði Klinsmann.

Hertha Berlin tapaði 3-1 gegn Mainz um síðustu helgi en liðið er í 14. sæti í Bundesligunni, sex stigum frá falli.

Klinsmann hafði verið í fríi frá þjálfun í þrjú ár áður en hann tók við Hertha Berlin í desember en hann var áður þjálfari bandaríska landsliðsins í fimm ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner