Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 11. apríl 2019 21:42
Arnar Helgi Magnússon
Yfirlýsing frá Liverpool - „Svona hegðun á ekkert skylt við fótbolta"
Mynd: Getty Images
Liverpool sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu varðandi söngva sem að stuðningsmenn Chelsea sungu um Mohamed Salah í kvöld.

Sjá meira:
Stuðningsmenn Chelsea með ógeðfellda söngva - „Salah er hryðjuverkamaður

„Myndbandsupptakan sem að hefur farið eins og eldur um sinu á internetinu í dag þar sem að ógeðfelldum ummælum er beint að okkar leikmanni er hættuleg."

„Við höfum séð mikið af þessari hegðun á Englandi og í Evrópu í vetur. Myndbönd hafa verið tekin upp og sett í dreifingu. Þá höfum við einnig orðið var við hatursfull ummæli skrifuð á samfélagsmiðlum."

„Þessi hegðun þarf að vera kölluð það sem hún er. Fordómar."

„Félagið trúir því og treystir að þessum aðilum sem að eiga í hlut verði refsað fyrir sínar gjörðir. Svona hegðun á ekkert skylt við knattspyrnu og fórnarlömbin eru miklu fleiri en einstaklingurinn sem að árásinni er beint að."

„Hvað varðar þetta nýjasta myndband sem að kom inn í dag vinnur félagið með Merseyside lögreglunni og vonast er til að þess að það verði hægt að auðkenna þessa einstaklinga svo hægt sé að refsa þeim."


Að lokum þakkaði Liverpool fyrir gott samstarf við Chelsea í málinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner