Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 11. apríl 2024 18:44
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Olympiakos með forystu gegn Fenerbahce - Fiorentina tókst ekki að skora
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fyrstu tveimur leikjum kvöldsins er lokið í Sambandsdeildinni þar sem Olympiakos og Fenerbahce áttust við í afar áhugaverðum slag.

Heimamenn í Piraeus tóku forystuna snemma leiks með marki frá Konstantinos Fortounis, sem er goðsögn hjá félaginu, og lagði hann næsta mark leiksins upp fyrir Stevan Jovetic, fyrrum leikmann Manchester City og Inter.

Olympiakos leiddi 2-0 eftir nokkuð jafnan fyrri hálfleik þar sem heimamenn nýttu færin sín betur og skoruðu þeir svo þriðja markið snemma í síðari hálfleik. Þar var Chiquinho, fyrrum leikmaður Benfica, á ferðinni.

Gestirnir í stjörnum prýddu liði Fenerbahce voru ekki á því að gefast upp og skiptu þeir um gír. Ismail Kartal þjálfari gerði tvöfalda skiptingu þar sem Fred, fyrrum leikmaður Manchester United, kom inn á völlinn og skömmu síðar tókst Tyrkjunum að minnka muninn.

Dusan Tadic skoraði úr vítaspyrnu á 67. mínútu og skömmu síðar komst hinn öflugi Irfan Can Kahveci einnig á blað til að minnka muninn niður í eitt mark.

Fenerbahce tókst þó ekki að gera jöfnunarmark þrátt fyrir góð tækifæri og urðu lokatölur 3-2. Það ríkir mikil eftirvænting fyrir seinni leikinn, en leikmenn á borð við Edin Dzeko, Caglar Söyüncu og Rade Krunic voru í byrjunarliði Fenerbahce í dag. Leonardo Bonucci kom inn af bekknum og þá var Joshua King fjarverandi vegna meiðsla.

Michy Batshuayi var ónotaður varamaður í liði Fenerbahce, en Daniel Podence lykilmaður hjá Olympiakos á láni frá Wolves var ekki með vegna leikbanns.

Fiorentina heimsótti þá Viktoria Plzen til Tékklands en tókst ekki að skora í afar bragðdaufum leik.

Lokatölur urðu 0-0 þar sem lítið var um færi og mætast liðin að nýju á fimmtudaginn í næstu viku. Fiorentina komst í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í fyrra og ætlar sér sigur í ár.

Olympiakos 3 - 2 Fenerbahce
1-0 Kostas Fortounis ('8 )
2-0 Stevan Jovetic ('32 )
3-0 Chiquinho ('57 )
3-1 Dusan Tadic ('67 , víti)
3-2 Irfan Kahveci ('74 )

Plzen 0 - 0 Fiorentina
Athugasemdir
banner
banner
banner