Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 11. maí 2021 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
F/H/L fær sóknarsinnaðan miðjumann úr háskólaboltanum (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: PSC
Fjarðab/Hetti/Leikni hefur borist liðsstyrkur fyrir komandi átök í 2. deild kvenna.

Bayleigh Chaviers er gengin í raðir félagsins en hún útskrifaðist síðasta vor úr Miami háskólanum.

Hún er fædd í Texas og getur bæði leikið á miðjunni sem og í sóknarlínunni.

Bayleigh kemur í gegn Pro Soccer Consulting umboðsskrifstofuna en í gegnum hana kom Heidi Giles til F/H/L í fyrra en hún leikur nú í ungversku deildinni.

Fyrsta umferð í 2. deild kvenna hefst á miðvikudag og lýkur á föstudag. F/H/L mætir ÍR á heimavelli í fyrsta leik, á fimmtudag.
Athugasemdir
banner