Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
   þri 11. maí 2021 21:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Boginn
Guðný: Sýna öllum að ég á heima í deild þeirra bestu
Kvenaboltinn
Guðný í búningi ÍBV á síðustu leiktíð
Guðný í búningi ÍBV á síðustu leiktíð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er eins sætt og það verður," sagði Guðný Geirsdóttir, markvörður Selfoss, eftir sigur gegn Þór/KA í Boganum.

„Eftir langa rútuferð í gærkvöldi og það verður stemning í rútunni á leiðinni heim. Það er alltaf betra að fá almennilegan nætursvefn heldur en að ferðast á leikdegi."

Lestu um leikinn: Þór/KA 0 -  2 Selfoss

Varstu sátt með þína frammistöðu í leiknum? „Já, sérstaklega með lokavörsluna, þetta var ekta sjónvarpsvarsla eins og sagt er."

Guðný er á láni frá ÍBV, Selfoss missti markvörðin Anke Preuss í meiðsli fyrir mót og er hún farin til síns heima.

„Þetta snýst um spiltíma, ég er ekki að fara fá hann heima í Eyjum og þá finnur maður hann einhvers staðar annars staðar. Sem betur fer vildi Selfoss fá mig og mér líst ógeðslega vel á þessar stelpur. Búnar að vera flottar fyrstu vikur og mér tekið með opnum örmum, alveg æðislegt."

Ertu með eitthvað markmið í sumar?

„Sýna öllum að ég á heima í deild þeirra bestu," sagði Guðný.

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner