Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 11. júní 2019 21:08
Arnar Helgi Magnússon
Tyrki gaf íslenskum stuðningsmönnum puttann
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hafði betur gegn Tyrklandi þegar liðin mættust í undankeppni fyrir EM2020 á Laugardalsvelli í kvöld.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Íslands en Ragnar Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í fyrri hálfleik.

Umræðan í aðdraganda leiksins snerist lítið um leikinn sjálfan en uppákoma í Leifstöð eftir lendingu Tyrklands hér á landi var mikið í fréttum. Leikmenn tyrkneska liðsins voru ósáttir við langa bið en liðið þurfti að ganga í gegnum sérstaka öryggisleit við komuna.

Leikmenn Tyrkja stöldruðu stutt við á vellinum í kvöld eftir að flautað hafði verið til leiksloka. Leikmenn drifu sig inn í klefa á meðan íslenska liðið fagnaði með stuðningsmönnum sínum.

Hér að neðan má sjá mynd af einstakling úr starfsliði tyrkneska liðsins gefa íslensku stuðningsmönnunum puttann þegar hann gekk til búningsherbergja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner