Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 11. júní 2022 17:45
Brynjar Ingi Erluson
Vanda gerir pistil eftir ummæli Kára og Rúriks - „Er þessi neikvæðni besta leiðin til að bæta árangur?"
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson og Rúrik Gíslason
Kári Árnason, Hannes Þór Halldórsson og Rúrik Gíslason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Vanda vill meiri jákvæðni í kringum íslenska landsliðið
Vanda vill meiri jákvæðni í kringum íslenska landsliðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, birti í dag pistil á Facebook-síðu sinni og svarar þar ummælum Kára Árnasonar og Rúriks Gíslasonar sem þeir létu falla í útsendingu eftir leik San Marínó og Íslands á dögunum.

Kári og Rúrik hafa unnið sem spekingar á leikjum fyrir Viaplay og er ekkert skafað af hlutunum.

Þessir fyrrum landsliðsmenn Íslands ræddu það eftir 1-0 sigurinn á San Marínó að allt væri og vingjarnlegt í landsliðinu og þá sérstaklega eftir að hafa séð myndbönd og myndir af æfingum liðsins á samfélagsmiðlum KSÍ.

Sjá einnig:
Ekki sáttir við klippur af æfingum - „Ég þoldi ekki svona"

„Þetta eru faðmlög og voða vingjarnlegt. Ég er búinn að sjá klippur af æfingum upp á síðkastið og mér finnst þetta spes. Við erum á landsliðsæfingu og þetta er 'serious business'. Allavega horfði ég á það þannig: 'Þetta er alvara lífsins'. Það brunnu allir heitar fyrir landsliði en félagsliði," sagði Kári í útsendingunni á Viaplay.

„Það vill þannig til að það er skemmtilegt að spila fótbolta og þetta eru keppnismenn eða eiga að vera það. Og það er ekkert skemmtilegra en að keppa við hvorn annan í fótbolta. Það sem ég er að sjá á æfingum er að þetta eru svolítil fíflalæti. Ég þoldi ekki svona, einhverja svona leiki - köttur og mús, eltingarleikur eða eitthvað. Hvað er næst? Dimmalimm? Það er gaman í fótbolta, en mér finnst ekki gaman í dimmalimm."

„Þetta fer í taugarnar á mér og mér langaði að 'commenta' á þetta,"
sagði Kári og talaði þá Rúrik um að hlutirnir væru hreinlega of 'soft'.

Rúrik talaði um að það vantaði leiðtoga og einhvern sem opnaði á sér trantinn.

„Þetta er allt orðið svo vingjarnlegt, svo 'soft'. Maður veltir því fyrir sér hver leiðtoginn er í liðinu sem rífur hina með sér. Hjá okkur vorum við með Kára sem opnaði á sér trantinn trekk í trekk ef menn voru 'sloppy'. Þá fengu menn að heyra það. Í fótbolta er ekkert að því, þetta eru fullorðnir karlmenn. Þetta er alvöru sport og það þýðir ekki að nálgast þetta bara með faðmlögum og kossum," sagði Rúrik.

Vanda svarar ummælum þeirra

Vanda, formaður KSÍ, er ekki hrifin af þessari neikvæðni sem er í kringum umfjöllun landsliðsins og telur að þetta smiti frá sér inn í hópinn.

„Sem fræðikona á sviði tómstunda- og félagsmálafræða og eineltisforvarna get ég ekki orða bundist um umræðuna um bros, gleði og leiki A landsliðs karla í fótbolta."

„Myndirnar og myndböndin sem um ræðir eru öll tekin í upphitun. Það er þekkt í "team-building" fræðunum að nota svokallaða ísbrjóta til að hita hópinn upp, efla tengs, kynnast betur og hafa gaman. Partur af því að auka samkennd, samvinnu og liðsanda. Sjálf hef ég kennt þessi vinnubrög í áratugi."

Sem formaður KSÍ vil ég segja að í venjulegu árferði hefur aldrei verið eins mikil umferð um samfélagsmiðla KSÍ og aldrei meira efni sett út. Að starfsfólk samskiptadeildar KSÍ sendi út myndir og myndbönd af leikmönnum í upphitun (því ekki viljum við setja myndbönd af taktískum æfingum) finnst mér mjög jákvætt. Að þjálfarar noti ísbrjóta í upphitun finnst mér sömuleiðis mjög jákvætt. Sjálf hef ég mjög gaman af þessu, hlæ oft upphátt og ég VEIT að þegar upphitun er lokið tekur alvaran við."

„Við þjálfara sem eru að þjálfa börn og fullorðna út um allt land vil ég segja: Látið þessa umræðu ekki hafa áhrif á ykkur, haldið áfram að nota ísbrjóta og leiki sem hlut af upphitun og hlut af liðsheildarvinnu."

„Til umhugsunar, svona almennt: Við erum með ungt lið, þeir hafa sjálfir sagt að neikvæðnin hefur slæm áhrif á þá. Hefur þessi umræða þau áhrif að þeir hætta að þora að hlæja á æfingum? Erum við með allri neikvæðninni að brjóta niður stoltið og sjálfstraust? Auka kvíða? Er þessi neikvæðni besta leiðin til að bæta árangur? Mér finnst uppbyggjandi gagnrýni sjálfsögð og tek henni fagnandi - nefni t.d. grein Viðars Halldórssonar á fotbolti.net. - en mér finnst umræðan oft á tíðum komin út fyrir það - og vera orðin skemmandi en ekki bætandi."

„Ég ætla að vera í jákvæða-liðinu og skora á almenning að koma þangað með mér. Gríðarlega mikilvægur leikur við Ísrael á mánudaginn, áfram Ísland!" sagði Vanda á Facebook.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner