Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
   fim 11. júlí 2019 22:47
Baldvin Pálsson
Óskar Hrafn: Þurfum að halda okkur á jörðinni
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gróttumenn fóru í heimsókn til Hauka á Ásvelli í kvöld í 11. umferð Inkasso deildar karla.
Grótta kom inn sem sterkari aðilinn en leikurinn endaði á 2-2 jafntefli eftir skemmtilegan og dramatískan leik.

Lestu um leikinn: Haukar 2 -  2 Grótta

„Þetta var erfiður leikur fyrir okkur, byrjuðum ágætlega og hefðum geta gert meira í byrjun en seinni hluti leiksins var mjög erfiður á móti mjög öflugu Hauka liði sem er betra heldur en stigataflan gefur til kynna." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu eftir leikinn en Grótta situr núna í 2. sæti deildarinnar með 21 stig.

Gróttumenn pressuðu hátt og spiluðu vel á milli sín allan leikinn. Þeir stjórnuðu í raun miðjunni mestan hluta leiksins.
„Við reynum það yfirleitt að halda boltanum niðri. Viljum frekar vera með boltann og koma honum hátt upp völlinn og það gekk ágætlega að sumu leyti en stundum vorum við svolítið tættir. Hefðum getað verið skynsamari í seinni hluta seinni hálfleiks."

Grótta er enn í toppbaráttunni aðeins tveimur stigum á eftir Fjölni sem sitja á toppnum.
„Við erum í forréttindastöðu og erum nálægt toppnum. Ég held að menn þurfi bara að passa sig á því að njóta þess, Hauka liðið er gott og það er fínt að ná í stig hér. Gaman að liðið geti barist um eitthvað á seinni hluta mótsins, þurfum bara að passa að halda okkur á jörðinni og mæta klárir á móti Þrótti. Aftur mjög erfiður leikur á móti frábæru Þrótta liði á þriðjudaginn, tökum núna tvo útileiki í röð og þurfum að koma okkur í gegnum þá. Þessi deild er bara erfið og það eru allir leikir erfiðir."
Athugasemdir