Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   fim 11. júlí 2019 22:47
Baldvin Pálsson
Óskar Hrafn: Þurfum að halda okkur á jörðinni
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gróttumenn fóru í heimsókn til Hauka á Ásvelli í kvöld í 11. umferð Inkasso deildar karla.
Grótta kom inn sem sterkari aðilinn en leikurinn endaði á 2-2 jafntefli eftir skemmtilegan og dramatískan leik.

Lestu um leikinn: Haukar 2 -  2 Grótta

„Þetta var erfiður leikur fyrir okkur, byrjuðum ágætlega og hefðum geta gert meira í byrjun en seinni hluti leiksins var mjög erfiður á móti mjög öflugu Hauka liði sem er betra heldur en stigataflan gefur til kynna." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu eftir leikinn en Grótta situr núna í 2. sæti deildarinnar með 21 stig.

Gróttumenn pressuðu hátt og spiluðu vel á milli sín allan leikinn. Þeir stjórnuðu í raun miðjunni mestan hluta leiksins.
„Við reynum það yfirleitt að halda boltanum niðri. Viljum frekar vera með boltann og koma honum hátt upp völlinn og það gekk ágætlega að sumu leyti en stundum vorum við svolítið tættir. Hefðum getað verið skynsamari í seinni hluta seinni hálfleiks."

Grótta er enn í toppbaráttunni aðeins tveimur stigum á eftir Fjölni sem sitja á toppnum.
„Við erum í forréttindastöðu og erum nálægt toppnum. Ég held að menn þurfi bara að passa sig á því að njóta þess, Hauka liðið er gott og það er fínt að ná í stig hér. Gaman að liðið geti barist um eitthvað á seinni hluta mótsins, þurfum bara að passa að halda okkur á jörðinni og mæta klárir á móti Þrótti. Aftur mjög erfiður leikur á móti frábæru Þrótta liði á þriðjudaginn, tökum núna tvo útileiki í röð og þurfum að koma okkur í gegnum þá. Þessi deild er bara erfið og það eru allir leikir erfiðir."
Athugasemdir
banner
banner