Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fim 11. júlí 2019 22:47
Baldvin Pálsson
Óskar Hrafn: Þurfum að halda okkur á jörðinni
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu
Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Gróttumenn fóru í heimsókn til Hauka á Ásvelli í kvöld í 11. umferð Inkasso deildar karla.
Grótta kom inn sem sterkari aðilinn en leikurinn endaði á 2-2 jafntefli eftir skemmtilegan og dramatískan leik.

Lestu um leikinn: Haukar 2 -  2 Grótta

„Þetta var erfiður leikur fyrir okkur, byrjuðum ágætlega og hefðum geta gert meira í byrjun en seinni hluti leiksins var mjög erfiður á móti mjög öflugu Hauka liði sem er betra heldur en stigataflan gefur til kynna." sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Gróttu eftir leikinn en Grótta situr núna í 2. sæti deildarinnar með 21 stig.

Gróttumenn pressuðu hátt og spiluðu vel á milli sín allan leikinn. Þeir stjórnuðu í raun miðjunni mestan hluta leiksins.
„Við reynum það yfirleitt að halda boltanum niðri. Viljum frekar vera með boltann og koma honum hátt upp völlinn og það gekk ágætlega að sumu leyti en stundum vorum við svolítið tættir. Hefðum getað verið skynsamari í seinni hluta seinni hálfleiks."

Grótta er enn í toppbaráttunni aðeins tveimur stigum á eftir Fjölni sem sitja á toppnum.
„Við erum í forréttindastöðu og erum nálægt toppnum. Ég held að menn þurfi bara að passa sig á því að njóta þess, Hauka liðið er gott og það er fínt að ná í stig hér. Gaman að liðið geti barist um eitthvað á seinni hluta mótsins, þurfum bara að passa að halda okkur á jörðinni og mæta klárir á móti Þrótti. Aftur mjög erfiður leikur á móti frábæru Þrótta liði á þriðjudaginn, tökum núna tvo útileiki í röð og þurfum að koma okkur í gegnum þá. Þessi deild er bara erfið og það eru allir leikir erfiðir."
Athugasemdir