Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 11. júlí 2020 09:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bestur í 2. deild: Förum 100% í alla leiki og ætlum okkur góða hluti
Hrannar Snær Magnússon (KF)
Hrannar fagnar marki sínu á þriðjudagskvöldið.
Hrannar fagnar marki sínu á þriðjudagskvöldið.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KF sigraði Dalvík/Reyni, 2-4, á útivelli í nágrannaslag í síðustu umferð 2. deildar karla. Hrannar Snær Magnússon skoraði annað mark KF í leiknum og var hann maður leiksins. Hrannar er leikmaður 4. umferðar 2. deildar á Fótbolti.net

Sigurinn var annar sigur KF í röð, liðið sigraði Kára fyrir rúmri viku en hafði tapað fyrstu tveimur leikjunum í deildinni. Hrannar var í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn sem má hlusta á í heild sinni hér neðst í fréttinni.

Hrannar var spurður út í uppáhaldsleikstöðu á vellinum, hann spilaði í vinstri bakverði á þriðjudaginn og gegn Kára var hann í hægri bakverðinum. Hann hefur einnig spilað framar á vellinum á tímabilinu.

„Það er mjög erfitt að svara. Ég hef spilað á kanti, miðju og bakverði. Ég veit ekki hvað er uppáhalds en ég er vanur í bakverðinum, hef spilað mest þar."

Hrannar var spurður út í framhaldið eftir sigurinn á þriðjudag, KF mætir Njarðvík í Njarðvík í dag.

„Við höldum bara áfram og förum 100% inn í alla leiki. Ætlum okkur góða hluti í þessari deild," sagði Hrannar.

Sjá einnig:
Bestur í 1. umferð - Hrvoje Tokic (Selfoss)
Bestur í 2. umferð - Oliver Helgi Gíslason (Haukar)
Bestur í 3. umferð - Nikola Dejan Djuric (Haukar)

Næsta umferð (5.) í 2. deild:
laugardagur 11. júlí (í dag)
14:00 Völsungur-Þróttur V. (Vodafonevöllurinn Húsavík)
14:00 Haukar-Kórdrengir (Ásvellir)
14:00 Selfoss-Fjarðabyggð (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Kári-ÍR (Akraneshöllin)
14:00 Dalvík/Reynir-Víðir (Dalvíkurvöllur)
16:00 Njarðvík-KF (Rafholtsvöllurinn)
Hrannar Snær: Dalvík getur ekki unnið okkur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner