Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 11. júlí 2020 16:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dyche: Of mikið að biðja um þrjú stig
Sean Dyche.
Sean Dyche.
Mynd: Getty Images
„Við áttum skot í slána seint í leiknum en það væri of mikið að biðja um þrjú stig," sagði Sean Dyche, knattspyrnustjóri Burnley, eftir 1-1 jafntefli við Liverpool á útivelli.

„Við vörðumst vel og markvörðurinn okkar átti góðan leik. Þeir eru með gott lið og þeir pressa þig rosalega stíft. Við náðum ekki fótfestu í fyrri hálfleik."

„Ég minnti strákana á það í hálfleik að það væri engin pressa á þeim og sagði þeim að fara bara út á völlinn að spila. Þú verður að finna rétta augnablikið og við höfum verið mjög góðir í því."

„Við fengum færi og við nýttum eitt þeirra gegn algerlega frábæru liði."

Liverpool er fyrir löngu búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn en Burnley er í níunda sæti með 50 stig.
Athugasemdir
banner