Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 11. júlí 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: MBL 
Hemmi Hreiðars: Marteinn framkvæmdastjóri heillaði mig upp úr skónum
Hermann stýrir Þrótti í dag í sínum fyrsta leik.
Hermann stýrir Þrótti í dag í sínum fyrsta leik.
Mynd: Þróttur V
Hermann Hreiðarsson var á fimmtudag ráðinn þjálfari Þróttar í Vogum. Hann tekur við starfinu af Brynjari Gestssyni sem steig til hliðar í upphafi mánaðar vegna persónulegra ástæðna.

Hermann, sem á að baki tæplega 500 leiki á Englandi, ræddi við Valtý Björn Valtýsson í þættinum Mín skoðun um nýja þjálfarastarfið.

„Staðan hjá þeim var sú að Brynj­ar Gests­son, sem er bú­inn að vinna frá­bært starf þarna, á víst í veik­ind­um, þannig hann sagði starfi sínu lausu. Ég fór á fund með Marteini fram­kvæmda­stjóra og hann heillaði mig upp úr skón­um. Hann er með ástríðu fyr­ir sín­um klúbb, sín­um fót­bolta og sam­fé­lag­inu í Vog­um,“ sagði Her­mann við Valtý.

Þróttur á leik í dag gegn Völsungi á Húsavík í 5. umferð 2. deildar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner