Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. júlí 2020 10:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Juventus bauð Greenwood gull og græna skóga
Powerade
Greenwood hefur slegið í gegn með Man Utd á þessu tímabili.
Greenwood hefur slegið í gegn með Man Utd á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
John Terry.
John Terry.
Mynd: Getty Images
Weston McKennie.
Weston McKennie.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er frekar langur í dag. Fáið ykkur kaffibolla, orkudrykka eða eitthvað annað og njótið slúðurmolana.

Manchester United ætlar að berjast við Chelsea og Man City um Ben Chilwell (23), vinstri bakvörð Leicester, sem metinn er á 60 milljónir punda. (Sun)

Kevin de Bruyne (29) ætlar að vera áfram hjá Man City jafnvel þó svo að félagið fái ekki tveggja ára banni sínu úr Evrópukeppnum aflétt. (Mail)

Man City gæti notað þá Nicolas Otamendi (32) og Oleksandr Zinchenko (23) upp í kaup á Kalidou Koulibaly (29), varnarmanni Napoli. (Sun)

Juventus var tilbúið að borga Mason Greenwood (18) gull og græna skóga til að yfirgefa Manchester United á síðasta ári. (Athletic)

John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea sem starfar í dag sem aðstoðarstjóri Aston Villa, er tilbúinn að gerast knattspyrnustjóri. Hann er tilbúinn að taka við Bristol City, rétt eins og Lee Bowyer og Phil Neville. (Mail)

Tottenham hefur boðið Willian (31) fína upphæð fyrir að skrifa undir hjá félaginu. Samningur Willian við Chelsea rennur út eftir tímabilið. (Football Insider)

Arsenal mun fá samkeppni frá AC Milan, Valencia og Real Betis ef félagið vill kaupa Dani Ceballos (23) frá Real Madrid. Ceballos hefur verið í láni hjá Arsenal á tímabilinu. (Express)

Manchester United er nálægt því að komast að samkomulagi við Fiorentina um kaupverð á kantmanninum Federico Chiesa (22). (Corriere Fiorentina)

Chelsea hefur aukið áhuga sinn á Kai Havertz (21) þar sem kantmaðurinn Callum Hudson-Odoi (19) hefur ekki þróast í þann leikmann sem Lundúnafélagið bjóst við. (90min)

Barcelona hefur náð persónulegu samkomulagi við Lautaro Martinez (22), sóknarmann Inter. Hvort Martinez komi til Barcelona, það veltur á því hvort félaginu takist að selja Philippe Coutinho (28). (ESPN)

Frank Baumann, yfirmaður íþróttamála hjá Werder Bremen, staðfestir að kantmaðurinn Milot Rashica (24) hafi beðið um að yfirgefa félagið í sumar. Wolves, Liverpool, AC Milan, RB Leipzig og Hertha Berlín hafa sýnt honum áhuga. (Werder Bremen)

Bandaríski miðjumaðurinn Weston McKennie (21) mun líklega yfirgefa Schalke í sumar. Mörg félög hafa áhuga, þar á meðal Chelsea og Liverpool. (CBS Sports)

Matteo Guendouzi (21), miðjumaður Arsenal, æfir enn einn eftir að hafa dottið út úr myndinni hjá Mikel Arteta. (ESPN)

Chelsea fylgist með Malamine Efekele (15), kantmanni Mónakó. (L'Equipe)

Kantmaðurinn Yannick Bolasie (31) vill vera áfram hjá Everton og spila undir stjórn Carlo Ancelotti. Hann hefur að undanförnu verið í láni hjá Sporting í Portúgal. (Liverpool Echo)

Barcelona er líklegast til að landa sóknarmanninum Fabian Luzzi (16) frá Rayo Vallecano. Önnur evrópsk félög hafa áhuga. (Marca)

Tólf milljón evra tilboði Mónakó í Axel Disasi (22), varnarmann Reims, var hafnað. Reims vill fá 15 milljónir evra. Southampton hefur líka áhuga. (L'Equipe)

Frank Briel, stjórnarmaður hjá Hoffenheim, gagnrýnir Bayern München fyrir að nýta sér erfiðisvinnu annarra félaga í Þýskalandi með því að taka hæfileikaríkustu leikmennina úr akademíum þeirra. (Goal)
Athugasemdir
banner
banner