De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
Jóhann Birnir: Mér fannst það vera rautt spjald
Liam Daði: Höfum alla burði og getu til þess að vinna þessi stærri lið
Haraldur Freyr: Eðlilega pirraður en hvað hann sagði veit ég ekki
Venni: Miðað við aðstæður var þetta ótrúlega fallegt mark
Hemmi Hreiðars: Við þurfum að ná 90 mínútum eins og við tókum seinni hálfleik
John Andrews: Þrjú skot á markið og skoruðu tvö crazy mörk
Óli Hrannar: Brugðumst ekki vel við aðstæðum
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Úlfa Dís: Ég var mjög hissa
Siggi Höskulds: Litast af glötuðu veðri
Aldís: Við erum bara með bestu vörnina, það er bara þannig.
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
   fim 11. júlí 2024 22:17
Haraldur Örn Haraldsson
Fyrirliði Linfield vildi fá allavega eitt annað víti en er lítið fyrir afsakanir
Mynd: EPA

Chris Shields fyrirliði Linfield var ósáttur með úrslit kvöldsins eftir að liðið hans tapaði 2-0 fyrir Stjörnunni í forkeppni Sambandsdeildarinnar á Samsungvelli. Viðtalið er á ensku en er þýtt hér fyrir neðan.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  0 Linfield

„Maður lítur líkast til bara á þessa litlu hluti í Evrópu leikjum. Þetta var frekar jafn leikur frá byrjun en svo komu þessi gæði frá framherja þeirra (Emil Atlason) úr aukaspyrnunni, og hann setur boltan í skeytin. Þá ertu kominn á afturfæturna, svo klúðra ég vítinu sem sýgur lífið úr þér örlítið. Svo fer boltinn af okkar manni í seinna markinu þannig þetta snýst mikið um þessa litlu hluti í lok leiks."

Chris er vongóður fyrir næsta leik þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir í einvíginu.

„Maður verður að halda í vonina, ég er búinn að spila leikinn lengi og spilað í mörgum Evrópu leikjum. Við vonum að við getum náð fyrsta markinu í seinni leiknum, eitt mark getur breytt svona einvígum mikið. Það verður að vera okkar leikskipulag í næstu viku."

Það voru tvö vítaköll frá Linfield í leiknum þar sem dómari leiksins dæmdi ekki víti. Bæði atvikin litu út fyrir að það hefði getað verið dæmt þar og Stjörnumenn sluppu líkast til með skrekkinn.

„Mér fannst að minnsta kosti annað þeirra vera víti, en þetta er erfitt fyrir dómarana. Sérstaklega þegar þú ert búinn að gefa eitt víti, þá er erfitt að fara gefa tvö eða þrjú. Ég skil það vel hjá dómurunum, það er líka erfitt fyrir þá að það er engin myndbandsdómgæsla (VAR) í fyrstu umferðum forkeppninnar. En mér fannst að við hefðum átt að fá að minnsta kosti eitt víti í viðbót, við fengum það ekki og þá verður maður bara að hrista það af sér."

Eins og flestir íslendingar vita er Besta deildin í fullum gangi og Stjarnan því á miðju tímabili. Deildin í Norður-Írlandi er hinsvegar ekki byrjuð og því leikmenn liðsins ennþá á undirbúningstímabili. Chris vill þó ekki kenna því um tapið í dag.

„Maður getur eiginlega ekki notað það sem afsökun. Maður verður bara að reyna að koma inn á jafnri grundu, við höfðum nægan tíma í undirbúningstímabilinu til að gera okkar tilbúna í þessa Evrópuleiki. Líkt og við höfum gert síðustu ár, þannig við viljum ekki vera að nota það sem afsökun. Við undirbjuggum okkur vel og eins og þú segir þá sást á okkur í endan hvað við erum í góðu standi. Þannig leikurinn var fram og til baka í lokin og bæði lið voru að sækja stíft."

Chris er lítið fyrir afsakanir og vill heldur ekki kenna aðstæðum um, þar sem heimavöllur Linfield er á grasi en Samsungvöllurinn er gervigras.

„Þetta er ekkert ólíkt því sem við fáum heima fyrir. Vindur, rigning og gervigras, það er líka heima í írsku deildinni. Þannig við notum það ekki sem afsökun, það eru alveg fjögur, fimm eða sex lið í okkar deild sem eru með gervigras. Þannig við spilum oft á því þannig það kemur lítið á óvart."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner