Arsenal gæti keypt Lautaro á metfé - Líklegt að Arsenal kaupi Sesko í sumar - Launakröfur Garnacho of háar fyrir Napoli
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 11. júlí 2024 22:57
Sölvi Haraldsson
Óli Íshólm: Mun sakna Hlyns
Ólafur hélt hreinu í kvöld
Ólafur hélt hreinu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við koma út mjög tilbúnir í þetta. Síðan fannst mér við hleypa þeim inn í leikinn og þeir tóku stjórnina. Við ræddum það svo í hálfleik að við þyrftum að taka frumkvæðið strax. Við byrjuðum hins vegar á afturfótunum þangað til við skoruðum. Síðan var þetta bara að halda út, 1-0.“ sagði Ólafur Íshólm, markmaður Fram, eftir 1-0 sigur á KR í Úlfarsárdalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KR

KR hentu öllu fram undir lok leiks til þess að reyna að bjarga stigi.

Þetta er kannski bara eðlilegt. Þeir reyndu að sækja sigurinn en við að verja hann. Síðan misstu menn hausinn á lokamínútunum en sem betur fer náðum við að halda þetta út án skakkafalla og án þess að fá á okkur færi hér í lokin.

Það sauð allt upp úr undir lok leiks þegar Tryggvi Snær, leikmaður Fram, og Alex Þór, leikmaður KR, fengu báðir gult spjald. Þá fékk Pálmi Rafn, þjálfari KR einnig gult spjald fyrir mótmæli. Ólafur var afar rólegur þegar allt þetta átti sér stað.

Nei ég sá þetta ekki, ég stend bara í markinu. Ég er ekkert að skipta mér að þessu.

Ólafur er mjög sáttur með daginn í dag og að ná að hjálpa liðinu að vinna leikinn. Hann gerði gífurlega vel í lokin að kýla boltann frá þegar allir leikmenn vallarins voru inni í vítateig Fram, svo greip hann seinustu spyrnu leiksins.

Ég er í marki til að reyna að gera þetta, að hjálpa liðinu. Ég náði að gera það í dag sem er mjög jákvætt.“

Hlynur Atli Magnússon lagði skóna á hilluna í aðdraganda leiksins en Ólafur fékk þann heiður að spila með honum í Fram.

Fyrst og fremst toppmaður, hann er mikill vinur minn. Það verður söknuður af honum í klefanum. Þetta er mikill karakter og leiðtogi, við munum allir sakna hans. En hann hefur fundið þetta að það var kominn tími, þá verður bara að virða það.“ sagði Ólafur Íshólm, markmaður Fram, að lokum.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner