Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
banner
   fim 11. júlí 2024 22:57
Sölvi Haraldsson
Óli Íshólm: Mun sakna Hlyns
Ólafur hélt hreinu í kvöld
Ólafur hélt hreinu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við koma út mjög tilbúnir í þetta. Síðan fannst mér við hleypa þeim inn í leikinn og þeir tóku stjórnina. Við ræddum það svo í hálfleik að við þyrftum að taka frumkvæðið strax. Við byrjuðum hins vegar á afturfótunum þangað til við skoruðum. Síðan var þetta bara að halda út, 1-0.“ sagði Ólafur Íshólm, markmaður Fram, eftir 1-0 sigur á KR í Úlfarsárdalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KR

KR hentu öllu fram undir lok leiks til þess að reyna að bjarga stigi.

Þetta er kannski bara eðlilegt. Þeir reyndu að sækja sigurinn en við að verja hann. Síðan misstu menn hausinn á lokamínútunum en sem betur fer náðum við að halda þetta út án skakkafalla og án þess að fá á okkur færi hér í lokin.

Það sauð allt upp úr undir lok leiks þegar Tryggvi Snær, leikmaður Fram, og Alex Þór, leikmaður KR, fengu báðir gult spjald. Þá fékk Pálmi Rafn, þjálfari KR einnig gult spjald fyrir mótmæli. Ólafur var afar rólegur þegar allt þetta átti sér stað.

Nei ég sá þetta ekki, ég stend bara í markinu. Ég er ekkert að skipta mér að þessu.

Ólafur er mjög sáttur með daginn í dag og að ná að hjálpa liðinu að vinna leikinn. Hann gerði gífurlega vel í lokin að kýla boltann frá þegar allir leikmenn vallarins voru inni í vítateig Fram, svo greip hann seinustu spyrnu leiksins.

Ég er í marki til að reyna að gera þetta, að hjálpa liðinu. Ég náði að gera það í dag sem er mjög jákvætt.“

Hlynur Atli Magnússon lagði skóna á hilluna í aðdraganda leiksins en Ólafur fékk þann heiður að spila með honum í Fram.

Fyrst og fremst toppmaður, hann er mikill vinur minn. Það verður söknuður af honum í klefanum. Þetta er mikill karakter og leiðtogi, við munum allir sakna hans. En hann hefur fundið þetta að það var kominn tími, þá verður bara að virða það.“ sagði Ólafur Íshólm, markmaður Fram, að lokum.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner