Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
   fim 11. júlí 2024 22:57
Sölvi Haraldsson
Óli Íshólm: Mun sakna Hlyns
Ólafur hélt hreinu í kvöld
Ólafur hélt hreinu í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við koma út mjög tilbúnir í þetta. Síðan fannst mér við hleypa þeim inn í leikinn og þeir tóku stjórnina. Við ræddum það svo í hálfleik að við þyrftum að taka frumkvæðið strax. Við byrjuðum hins vegar á afturfótunum þangað til við skoruðum. Síðan var þetta bara að halda út, 1-0.“ sagði Ólafur Íshólm, markmaður Fram, eftir 1-0 sigur á KR í Úlfarsárdalnum í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 1 -  0 KR

KR hentu öllu fram undir lok leiks til þess að reyna að bjarga stigi.

Þetta er kannski bara eðlilegt. Þeir reyndu að sækja sigurinn en við að verja hann. Síðan misstu menn hausinn á lokamínútunum en sem betur fer náðum við að halda þetta út án skakkafalla og án þess að fá á okkur færi hér í lokin.

Það sauð allt upp úr undir lok leiks þegar Tryggvi Snær, leikmaður Fram, og Alex Þór, leikmaður KR, fengu báðir gult spjald. Þá fékk Pálmi Rafn, þjálfari KR einnig gult spjald fyrir mótmæli. Ólafur var afar rólegur þegar allt þetta átti sér stað.

Nei ég sá þetta ekki, ég stend bara í markinu. Ég er ekkert að skipta mér að þessu.

Ólafur er mjög sáttur með daginn í dag og að ná að hjálpa liðinu að vinna leikinn. Hann gerði gífurlega vel í lokin að kýla boltann frá þegar allir leikmenn vallarins voru inni í vítateig Fram, svo greip hann seinustu spyrnu leiksins.

Ég er í marki til að reyna að gera þetta, að hjálpa liðinu. Ég náði að gera það í dag sem er mjög jákvætt.“

Hlynur Atli Magnússon lagði skóna á hilluna í aðdraganda leiksins en Ólafur fékk þann heiður að spila með honum í Fram.

Fyrst og fremst toppmaður, hann er mikill vinur minn. Það verður söknuður af honum í klefanum. Þetta er mikill karakter og leiðtogi, við munum allir sakna hans. En hann hefur fundið þetta að það var kominn tími, þá verður bara að virða það.“ sagði Ólafur Íshólm, markmaður Fram, að lokum.

Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir