Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fim 11. júlí 2024 21:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Venni: Eitt besta lið landsins í seinni boltum og látum
Lengjudeildin
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttarar unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld.
Þróttarar unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er bara yndislegt að vinna, eins og alltaf," sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir 2-1 sigur gegn ÍBV í Lengjudeildinni í kvöld.

Um var að ræða þriðja sigur Þróttara í röð en þeir virðast vera að finna flottan takt eftir nokkuð erfiða byrjun á mótinu.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 ÍBV

„Þetta var mjög jafnt. Það var mikilvægt að skora á undan. Mér fannst þeir nálgast þetta frekar varnarsinnað. Ég held að þeir hafi ætlað að bíða eftir því að fá okkur fram völlinn og sækja aftur fyrir okkur. Við skorum á undan og þá þurfa þeir að breyta til. Við náum svo að refsa með 2-0 og engin sérstök hætta frá þeim. Svo minnka þeir muninn strax 2-1 og það tóku við rafmagnaðar 30 mínútur," sagði Sigurvin.

„Þeir eru eitt besta lið landsins í seinni boltum og látum. Það gat allt gerst, en við hefðum líka getað klárað leikinn algjörlega með góðu skyndiáhlaupi."

Það voru mikil læti á bekkjunum í lokin, mikil ástríða í þessu.

„Ég er rólyndismaður en menn stökkva upp og eru spenntir. Þetta var nú allt saklaust og allt í góðu eftir leikinn. Ég sá ekki hver fór í hvern, en það voru tvö rauð. Það er fínt að hafa þessar reglur að taka á látunum, en það drepur ekki ástríðuna. Hún er alltaf þarna," sagði Venni.

Hvað er búið að breytast í þessum síðustu leikjum hjá Þrótti?

„Það hefur komið meira hjarta og meiri ástríða í þetta. Ég er ekki að segja að hana hafi vantað, en þetta féll ekki með okkur til að byrja með. Svo hefur þetta fallið betur með okkur núna. Við höfum líka verið að spila vel. Við hikstuðum aðeins í byrjun móts en við erum með mikið sjálfstraust núna á heimavelli. Það er hálfur sigur og við eigum núna tvo útileiki framundan. Við þurfum að hamra járnið."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner