Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
banner
   fim 11. júlí 2024 21:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Venni: Eitt besta lið landsins í seinni boltum og látum
Lengjudeildin
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttarar unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld.
Þróttarar unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er bara yndislegt að vinna, eins og alltaf," sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir 2-1 sigur gegn ÍBV í Lengjudeildinni í kvöld.

Um var að ræða þriðja sigur Þróttara í röð en þeir virðast vera að finna flottan takt eftir nokkuð erfiða byrjun á mótinu.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 ÍBV

„Þetta var mjög jafnt. Það var mikilvægt að skora á undan. Mér fannst þeir nálgast þetta frekar varnarsinnað. Ég held að þeir hafi ætlað að bíða eftir því að fá okkur fram völlinn og sækja aftur fyrir okkur. Við skorum á undan og þá þurfa þeir að breyta til. Við náum svo að refsa með 2-0 og engin sérstök hætta frá þeim. Svo minnka þeir muninn strax 2-1 og það tóku við rafmagnaðar 30 mínútur," sagði Sigurvin.

„Þeir eru eitt besta lið landsins í seinni boltum og látum. Það gat allt gerst, en við hefðum líka getað klárað leikinn algjörlega með góðu skyndiáhlaupi."

Það voru mikil læti á bekkjunum í lokin, mikil ástríða í þessu.

„Ég er rólyndismaður en menn stökkva upp og eru spenntir. Þetta var nú allt saklaust og allt í góðu eftir leikinn. Ég sá ekki hver fór í hvern, en það voru tvö rauð. Það er fínt að hafa þessar reglur að taka á látunum, en það drepur ekki ástríðuna. Hún er alltaf þarna," sagði Venni.

Hvað er búið að breytast í þessum síðustu leikjum hjá Þrótti?

„Það hefur komið meira hjarta og meiri ástríða í þetta. Ég er ekki að segja að hana hafi vantað, en þetta féll ekki með okkur til að byrja með. Svo hefur þetta fallið betur með okkur núna. Við höfum líka verið að spila vel. Við hikstuðum aðeins í byrjun móts en við erum með mikið sjálfstraust núna á heimavelli. Það er hálfur sigur og við eigum núna tvo útileiki framundan. Við þurfum að hamra járnið."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner