Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 11. júlí 2024 21:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Venni: Eitt besta lið landsins í seinni boltum og látum
Lengjudeildin
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttarar unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld.
Þróttarar unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er bara yndislegt að vinna, eins og alltaf," sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir 2-1 sigur gegn ÍBV í Lengjudeildinni í kvöld.

Um var að ræða þriðja sigur Þróttara í röð en þeir virðast vera að finna flottan takt eftir nokkuð erfiða byrjun á mótinu.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 ÍBV

„Þetta var mjög jafnt. Það var mikilvægt að skora á undan. Mér fannst þeir nálgast þetta frekar varnarsinnað. Ég held að þeir hafi ætlað að bíða eftir því að fá okkur fram völlinn og sækja aftur fyrir okkur. Við skorum á undan og þá þurfa þeir að breyta til. Við náum svo að refsa með 2-0 og engin sérstök hætta frá þeim. Svo minnka þeir muninn strax 2-1 og það tóku við rafmagnaðar 30 mínútur," sagði Sigurvin.

„Þeir eru eitt besta lið landsins í seinni boltum og látum. Það gat allt gerst, en við hefðum líka getað klárað leikinn algjörlega með góðu skyndiáhlaupi."

Það voru mikil læti á bekkjunum í lokin, mikil ástríða í þessu.

„Ég er rólyndismaður en menn stökkva upp og eru spenntir. Þetta var nú allt saklaust og allt í góðu eftir leikinn. Ég sá ekki hver fór í hvern, en það voru tvö rauð. Það er fínt að hafa þessar reglur að taka á látunum, en það drepur ekki ástríðuna. Hún er alltaf þarna," sagði Venni.

Hvað er búið að breytast í þessum síðustu leikjum hjá Þrótti?

„Það hefur komið meira hjarta og meiri ástríða í þetta. Ég er ekki að segja að hana hafi vantað, en þetta féll ekki með okkur til að byrja með. Svo hefur þetta fallið betur með okkur núna. Við höfum líka verið að spila vel. Við hikstuðum aðeins í byrjun móts en við erum með mikið sjálfstraust núna á heimavelli. Það er hálfur sigur og við eigum núna tvo útileiki framundan. Við þurfum að hamra járnið."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner