Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
   fim 11. júlí 2024 21:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Venni: Eitt besta lið landsins í seinni boltum og látum
Lengjudeildin
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þróttarar unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld.
Þróttarar unnu sinn þriðja leik í röð í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Það er bara yndislegt að vinna, eins og alltaf," sagði Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, eftir 2-1 sigur gegn ÍBV í Lengjudeildinni í kvöld.

Um var að ræða þriðja sigur Þróttara í röð en þeir virðast vera að finna flottan takt eftir nokkuð erfiða byrjun á mótinu.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 2 -  1 ÍBV

„Þetta var mjög jafnt. Það var mikilvægt að skora á undan. Mér fannst þeir nálgast þetta frekar varnarsinnað. Ég held að þeir hafi ætlað að bíða eftir því að fá okkur fram völlinn og sækja aftur fyrir okkur. Við skorum á undan og þá þurfa þeir að breyta til. Við náum svo að refsa með 2-0 og engin sérstök hætta frá þeim. Svo minnka þeir muninn strax 2-1 og það tóku við rafmagnaðar 30 mínútur," sagði Sigurvin.

„Þeir eru eitt besta lið landsins í seinni boltum og látum. Það gat allt gerst, en við hefðum líka getað klárað leikinn algjörlega með góðu skyndiáhlaupi."

Það voru mikil læti á bekkjunum í lokin, mikil ástríða í þessu.

„Ég er rólyndismaður en menn stökkva upp og eru spenntir. Þetta var nú allt saklaust og allt í góðu eftir leikinn. Ég sá ekki hver fór í hvern, en það voru tvö rauð. Það er fínt að hafa þessar reglur að taka á látunum, en það drepur ekki ástríðuna. Hún er alltaf þarna," sagði Venni.

Hvað er búið að breytast í þessum síðustu leikjum hjá Þrótti?

„Það hefur komið meira hjarta og meiri ástríða í þetta. Ég er ekki að segja að hana hafi vantað, en þetta féll ekki með okkur til að byrja með. Svo hefur þetta fallið betur með okkur núna. Við höfum líka verið að spila vel. Við hikstuðum aðeins í byrjun móts en við erum með mikið sjálfstraust núna á heimavelli. Það er hálfur sigur og við eigum núna tvo útileiki framundan. Við þurfum að hamra járnið."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner