Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 11. ágúst 2020 17:58
Brynjar Ingi Erluson
Pogba slær á orðróma: Þetta tengist ekki fótbolta
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Franski miðvallarleikmaðurinn Paul Pogba var með dulin skilaboð á Twitter í dag. Hann gefur þar til kynna að eitthvað sé í vændum á morgun en enskir fjölmiðlar hafa haldið því fram að hann sé að framlengja samning sinn við félagið. Pogba slær þó á orðróma þess efnis og segir þetta ekki tengjast fótbolta.

Framtíð Pogba hefur verið rædd í þaula síðustu mánuði en lengi vel var haldið því fram að hann væri á leið frá félaginu. Juventus og Real Madrid voru nefnd til sögunnar og var Pogba þá mikið frá vegna meiðsla.

Hann hefur hins vegar spilað afar vel með liðinu undanfarið og virðist liðið á uppleið. Ole Gunnar Solskjær hefur verið að gera góða hluti og tókst honum að koma liðinu aftur í Meistaradeild Evrópu.

Þá er liðið í góðri stöðu í Evrópudeildinni en Pogba birti færslu á Twitter þar sem hann vísaði í morgundaginn.

Því hefur verið haldið fram Pogba sé að skrifa undir framlengingu á samning sínum hjá United en núverandi samningur rennur út á næsta ári.

Pogba ákvað þó að slá á þessa orðróma og segir færsluna ekki tengjast fótbolta.


Athugasemdir
banner
banner