Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 11. ágúst 2022 21:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ef og hefði, og allt það: Glórulaust rautt spjald á fyrirliða Víkinga
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga fær að líta rauða spjaldið í kvöld.
Júlíus Magnússon, fyrirliði Víkinga fær að líta rauða spjaldið í kvöld.
Mynd: Adam Ciereszko
Víkingar eru úr leik í Sambandsdeildinni eftir 1-4 tap gegn Lech Poznan í Póllandi.

Lestu um leikinn: Lech Poznan 4 -  1 Víkingur R.

Það er áhugavert að hugsa til þess hvað hefði getað gerst ef Júlíus Magnússon hefði ekki fengið að líta sitt annað gula spjaldið í byrjun seinni hálfleiks framlengingar.

Bæði spjöldin sem hann fékk voru vægast sagt vafasöm en það var mikil sérstaklega mikil reiði með seinni spjaldið á samfélagsmiðlum.

„HVAÐA BULL ER ÞETTA, ÁN DJÓKS. Júlíus fer bara í boltann og svo er stigið ofan á hann. Þetta hlýtur að vera eitthvað mesta kjaftæði sem ég hef séð," skrifaði undirritaður í beinni textalýsingu frá leiknum.

Við þessa brottvísun má segja að möguleikar Víkings hafi farið út um gluggann.

Dómarinn átti alls ekki sinn besta því hann sleppti líka að dæma augljósa vítaspyrnu sem Lech Poznan átti að fá í venjulegum leiktíma. Það er talað um að hlutirnir jafnist út og svona, en samt er þetta mjög svekkjandi fyrir Víkinga - þetta rauða spjald.

Hér að neðan má sjá brot af umræðunni á samfélagsmiðlum.






Athugasemdir
banner