Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   fim 11. ágúst 2022 22:20
Elvar Geir Magnússon
Sterling: Gat ekki sóað tíma mínum með því að vera áfram hjá City
Raheem Sterling segir að hann hafi ekki getað 'sóað tíma sínum' frekar með því að vera áfram hjá Manchester City. Með hverju tímabilinu frá 2018 hafði þessi 27 ára leikmaður byrjað færri og færri leiki hjá City.

Eftir sjö ára dvöl hjá félaginu vildi Sterling fá nýja og ferska áskorun og var keypur til Chelsea fyrir 50 milljónir punda í síðasta mánuði.

„Síðan ég var sautján ára hef ég verið reglulegur byrjunarliðsmaður. Þegar ég er að komast á hátind ferilsins þá var ekki ásættanlegt að spila ekki reglulega. Ég vildi berjast og breyta stöðunni en það var ekki að virka," segir Sterling.

„Spiltími minn hjá City minnkaði af ýmsum ástæðum. Ég gat ekki verið að sóa tíma mínum svo ég þurfti að halda áfram á sama getustigi og takast á við ferska áskorun."

Sterling lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Chelsea þegar liðið van 1-0 sigur gegn Everton um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner