De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   sun 11. ágúst 2024 21:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Frábær leikur í Garðabæ - Gylfi og Jónatan sáu um tíu HK-inga
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukur Örn Brink
Haukur Örn Brink
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valur 5 - 1 HK
1-0 Gylfi Þór Sigurðsson ('12 , víti)
1-1 Atli Þór Jónasson ('37 )
2-1 Jónatan Ingi Jónsson ('45 )
3-1 Jónatan Ingi Jónsson ('52 )
4-1 Gylfi Þór Sigurðsson ('55 )
5-1 Jónatan Ingi Jónsson ('75 )
Rautt spjald: Ívar Örn Jónsson , HK ('11)Lestu um leikinn

Gylfi Þór Sigurðsson og Jónatan Ingi Jónsson voru í ham þegar Valur vann öruggan sigur á HK í kvöld.


HK lenti í vandræðum snemma leiks þegar Ívar Örn Jónsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir að rífa Jónatan niður inn í teig og vítaspyrna dæmd. Gylfi skoraði úr henni af miklu öryggi.

Atli Þór Jónasson jafnaði metin eftir slæm mistök í vörn Vals.

Jónatan Ingi náði forystunni aftur fyrir Val áður en flautað var til leiksloka. Hann skoraði síðan sitt annað mark snemma í síðari hálfleik og Gylfi gerði út um leikinn stuttu síðar.

Jónatan skoraði svo sitt þriðja mark þegar hann fylgdi eftir skoti Gylfa og innsiglaði öruggan sigur Vals.

Stjarnan 2 - 2 Breiðablik
1-0 Emil Atlason ('39 , víti)
1-1 Viktor Karl Einarsson ('55 )
1-2 Ísak Snær Þorvaldsson ('78 )
2-2 Haukur Örn Brink ('85 )Lestu um leikinn

Stjarnan og Breiðablik skildu jöfn í hörku leik í Garðabæ í kvöld. Emil Atlason kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu sem var dæmd þar sem Davíð Ingvarsson fékk boltann í höndina.

Viktor Karl Einarsson jafnaði metin fyrir Blika en Stjörnumenn voru allt annað en sáttir. Þeir vildu fá brot og rautt spjald á Viktor Örn Margeirsson fyrir brot á Örvari Eggertsyni rétt áður en Viktor Karl skoraði.

Davíð lagði svo upp sitt annað mark í kvöld þegar Ísak Snær Þorvaldsson skoraði og kom Blikum yfir. Markaveislunni var hins vegar ekki lokið þar sem Haukur Örn Brink jafnaði metin.

Gestirnir sóttu hart að marki Stjörnunnar í uppbótatímanum en tókst ekki að finna sigurmarkið.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner